Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 43
JON HELGASON:
Að yrkja á íslenzku
(AS stofni til erindi flutt á aðalfundi Félags íslenzkra
stúdenta í Kaupmannahöfn 25. febr. 1944).
Einhvern tíma hef ég haft handa á milli kver úr enskunt fræðibóka-
flokki handa almenningi, þar sem margir titlar byrjuöu á How to
‘hvernig skal’. . .: Hvernig stjórna skal fundi, Hvernig semja skal
smásögu, Hvernig stíla skal sendibréf o. s. frv. Mann hlýtur að furða
á, önnur eins þjóðariðja og vísnagerð hefur verið á voru landi og
þó flóknum reglum bundin, að ekki skuli hafa verið samin hjá oss
handbók eða leiðarvísir: Hvernig setja skal saman vísur. Líklega
yrði einhverjum að orði ef hann frétti að von væri slíkrar bókar að
biðja hamingjuna að forða okkur frá henni, nóg væri hnoðið samt,
og sá sem lag hefði á að yrkja mundi geta fleytt sér í þeirri íþrótt
framvegis eins og hingað til, án nokkurrar sérstakrar tilsagnar. Mér
virðist sá að vísu mundu hafa mikið til síns máls. Þessu erindi er
heldur ekki ætlað að vera nein leiðbeining í ljóðagerð. En við ís-
lenzkan skáldskap og sögu hans eru tengd mörg atriði, sem verið
getur að menn hafi sjaldan hugsað út í ellegar heyrt getið um, en
þó væri ófróðlegt að þekkja ekk.i neitt til, allra helzt þeim sem sjálf-
ir banga saman bögur, en líka öðrum. Til þess að gera svo víðtæku
efni skil mundi ekki mega hlíta við minna en heila bók. Að þessu
sinni verður ekki um annað að ræða en drepa á. einstök atriði -—■
fáein ósamkynja drög í bókina.
Hvað merkir orðið skáld? Spurningunni verður því miður ekki
svarað með neinni vissu; kynþáttur orðsins er ófundinn, svo að
öruggt sé. Það er einkennilegt að þó að elzta skáldskaparlag sem
við þekkjum á Norðurlöndum sé sameiginlegt öllum germönskum
þjóðum, þá er orðið skáld ekki samgermanskt. Englendingar og
Þjóðverjar höfðu að fornu sams konar skáldskap og vér, en þeir
kölluðu þá skáld sín scop eða scopf; báðar hafa. þessar þjóðir að