Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 48
222
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
stuttri samstöfu gat ekki fyllt sama sess og orð með langri samstöfu.
Bragarhættir heimtuðu á sumum stöðum stuttar samstöfur, á öðr-
um stöðum langar. Málfræðingar og bragfræðingar geta rakið þetta
nákvæmlega og fundið aðalreglurnar, en samt er eins og eitthvað
vanti. Hvernig færi ef útlendur maður tæki sér fyrir hendur að
rannsaka stuðlasetninguna í íslenzkum Ijóðmælum? Hann gæti sett
fram reglur sem eflaust væru réttar og óyggjandi, en hitt væri miklu
hæpnara hvort honum tækist að hevra stuðlana, að gera þá sam-
gróna vitund sinni á sama hátt og sá sem alinn er upp með þá lif-
andi fyrir eyrunum. Eins stöndum við gagnvart vorum forna kveð-
skap, af því að okkur er ekki lengur áskapaður sá „ljóðpundari“
sem vegur samstöfurnar. Það er líkt og okkur sé fengið í hendur
steinasörvi, þar sem misjafnlega stórir steinar séu dregnir á band
af miklum hagleik, þannig að vandlega sé gætt hlutfallsins milli
stórra steina og smárra, en jafnframt sé okkur villt sýn, svo að við
sjáum engan mun steinanna, allir sýnast jafnstórir. Þegar við lesum
fornan skáldskap með nútíðarframburði fer nokkuð af íþrótt skálds-
ins forgörðum. Vísa eins og þessi:
Þar var eggja at
ok odda gnat,
orðstír of gat
Eiríkr at þat
fær annan hljóm þegar lesið er at, gnat o. s. frv. eins og nú tíðist,
en ef haldið er fornum snöggum framburði: at, gnat o. s. frv.
Stundum hættir okkur til að skipta bragliðum öðruvísi en samtíðar-
menn munu hafa gert. í Lilju er María mey ávörpuð „inegindrottn-
ingin manna og engla“, og naumast efi á að flestir mundu nú flytja:
megin|drottningin | manna og | engla.*
En þegar við hugsum út í að megin var á 14. öld ekki framborið
meiin eins og nú, heldur hafði stutt e og lint g (eins og í vegur),
þá sést að orðið getur varla hafa tekið þeirri teygingu að það fyllti
heilan braglið. Hér mun eiga að lesa:
* Bragliðir verða í þessari ritgerð stundum greindir með lóðréttum strikum.
Á eftir slíku striki fer ávallt áherzlusamstafa (ris). Áherzlulaus forskotssam-
stafa er greind frá hinum með hornklofa.