Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 61
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 235 Hvat hyggr brúði bendu, þás okr baug sendi varinn ulfs váðum; hygg at vörnuð byði. Slík meðferð veitir ekki aðeins ranga hugmynd um kvæðin eins og þau eru í raun og veru, gerir þau sléttari og felldari, heldur tor- veldir hún einnig lesendum skilning þeirra framar en þörf er á. Fornyrðislag á sér merkilega sögu í íslenzkum bókmenntum og miklu meiri en hér sé nokkur kostur að rekja. Seint á 18. öld og framan af hinni 19. var það einn aðalbragarhátturinn í skáldskap vorum og var einkum notað í þýðingum erlendra höfuðkvæða, fyr- irferðarmestu ljóðabálkum sem til eru á íslenzku. Heldur hefur vegur þess fari minnkandi síðan, og mér er til efs hvort neitt hefur verið ort með því eftirminnilegt frá því er séra Matthías leið. Það væri þó miður farið ef þessi ævaforni háttur, sem hefur verið tungu vorri áskapaður síðan hún kemur fyrst fram í dagsljósið, liði undir lok. En einmitt það að hann virðist svo auðveldur gerir hann vandasaman, því að bæði þarf til orðgnótt og fast taumhald, eigi ekki að verða úr honum mælgi eða þvaður. Mér þykir hlýða að tilfæra hér nokkur orð um þetta efni sem Gísli Brynjúlfsson hefur skrifað í dagbók sína 25. jan. 1848*: „eg get ei kveðið undir forn- yrðalagi og álít eg það líka hinn mesta vanda því það þarf svodd- an ógnarlegt hugsanaabl til þess að sá háttur verði ei að sundurlausri ræðu og missi skáldskapartign sína, og þegar eg nú ber það sem nú er ort með þeim hætti á íslenzku við hið eldra þá blöskrar mér munurinn“. Gísli telur Bjarna Thorarensen hafa tekizt bezt: „hann er ei að draga út sömu hugsan í mörg vísuorð sem ætíð er lúalegt, en hugsanirnar brjótast svo inná hann að hann á bágt með að koma þeim fyrir, en það er einmitt slíka hugarfyllingu sem þarf til þessa háttar“. Fornyrðislag hefur, að því er bezt verður séð, gengið að beinu handsali frá hinum elztu skáldum á íslandi til hinna yngstu, þó að auðvitað hafi margir, einkum á 18. og 19. öld, seilzt aftur til sjálfrar uppsprettunnar og kjörið sér fornkvæðin til fyrirmyndar. Um hinn edduháttinn, ljóðahátt, brag Hávamála og Sólarljóða, er allt vafa- * Hún er óprentuð (Ny kgl. sml. 3262).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.