Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 62
236
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
samara. Helzt er svo að sjá að hann hafi lagzt niður á miðöldum' en
verið endurvakinn á 17. og 18. öld. Heusler hyggur að Islendingar
fari rangt með háttinn eftir að þeir tóku hann upp að nýju. Hann
hefur leitt að því veigamikil rök að fornar vísur með ljóðahætti
eigi að 'lesa með tveimur risum í 3. og 6. línu, enda eru sumar
þannig lagaðar að ekki er um fleiri kosti að ræða:
Eldr er | beztr
með] ýta | sonum
ok] sólar | sýn,
heilyndi | sitt,
ef maðr] hafa | náir,
án við] löst at | lifa.
En nýrri skáld ha-fa hér tíðast risin þrjú:
Tíndum við á | fjalli,
tvö vorum | saman,
blóm í | hárri | hlíð;
knýtti eg | kerfi
og í] kjöltú | þér
lagði | ljúfar | gjafir.
Þess skal þó getið að sumir fræðimenn hafa staðið fast á því, að
flestar fornvísur ætti einnig að lesa þannig.
Hér verður að sleppa því að tala um fleiri forna háttu, enda
þótt yfrið margt væri um þá að segja. En nú verður að víkja að
einu efni sem sérstaklega hefur orðið afdrifaríkt í bragsögu ís-
lendinga.
Einhvern tíma, líklega á 10. öld, var ort á Englandi merkilegt
kvæði sem byrjar þannig á frummálinu:
Mé] lffes onjláh,
sé þis] léoht on|wráh
and þæt] torhte gejtah
tillice on[wráh.
Glæd wæs ic [ gllwum
glenged | niwum
blissa | bllwum,
blöstma | hlwum.
Þetta er torskilinn skáldskapur. Hér nægir að geta þess að efnið