Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 65
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
239
frá barndómi blíðum með fremdarhag fríðum
að frægðum sér vendu;
af strengboga stríðum í Hárs elda hríðum
þeir herskeytin sendu,
eða á mar víðum skervallar skíðum
til skemmtunar renndu.
Krúsar lögur kveikir bögur
og kvæðin smá,
dæmisögur og glettur grá;
skúmin fögur fótaskjögur
færa margan á
inter poculá.
Hættir eins og þessir hafa nú fengið á sig elliblæ, og íslenzkum
skáldum Ieika þeir ekki lengur á tungu. En þar fyrir er okkur ekki
þess varnað að heyra þokka þeirra.
Engin nálæg þjóð og líkast til engin þjóð í Evrópu hefur á liðn-
um öldum lagt aðra eins ást á dýran kveðskap og íslendingar. Þeir
hafa ekki þreytzt á að finna upp alls konar ný tilbrigði og skemmta
sér við þau sem fyrir voru:
Helztar tel eg þær harmabætr,
hugsa eg um þegar lengjast nætr,
hversu að miðjungs mjöðurinn sætr
marga vega í kvæðum lætr.
íslenzkir rithöfundar fyrr á öldum fara ekki dult með að þeim
finnst til um ljóðagerð þjóðar sinnar. T. d. kemst Guðbrandur
biskup svo að orði í formála sálmabókarinnar 1589, að forfeður
vorir liafi „elskað og iðkað þá málsnilld og það skáldskaparlag
sem norrænu rnáli hæfir, allra mest í kvæðum og vísum, svo sem
opinbert er að þetta norrænu mál hefur forprís fram yfir mörg
önnur tungumál, það vér af vitum, í skáldskapar málsnilld og
kvæðahætti, hvað sannlega er ein guðs gáfa þessu norræna máli
veitt og gefin“. Fáum árum síðar lýsir hinn ónafngreindi Islands-
lýsingarhöfundur, sem haldið er að sé Sigurður Stefánsson, frum-
dráttum íslenzkrar braglistar í bók ætlaðri útlendingum og heldur
fram fjölskrúði hennar og yfirburðum. Hjá honum mun orðið leir-
burður um klaufalegan skáldskap fyrst bókfest, og hann tilgreinir