Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 71
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
245
í eðlilegum framburði setningarinnar ,.allir eru flúnir úr bænum“
hefur eru enga áherzlu. Ofimlegt er að stuðla á síðára lið orðs, allra
helzt ef fyrri liður er einkvæður:
sem himins þíns bragandi norðljósa log
og ljóðin á skáldanna tungu.
Þá gerir rímið sínar kröfur engu síður en stuðlarnir. Einnig það
heimtar mikilvæg orð sér til handa, eigi það ekki að vera máttlaust
og ónýtt og verra en ekki. Og þá má segja að fari að þrengjast um
fyrir veslings skáldinu. Þó að hann ráðist ekki í meira en setja
saman eina ferskeytlu, þarf hann í tvígang að finna þrjú orð, helzt
veigamikil, er beri stuðla, og fjögur orð, ekki síður veigamikil, er
rími tvö og tvö. Öllu þessu verður að halda innan þeirra skefjá sem
vísuformið setur. Engu orði má vera ofaukið og engu of fátt.
Skáldið verður að gera sér allt far um að láta líta svo út sem sú
vísa er hann kann að hafa legið yfir dögum saman hafi orðið til
fyrirhafnarlaust, eins og af sjálfu sér.
Það er alkunnugt að fjöldi vísna hefur þann annmarka að allt
er sagt i síðara helmingnum, en hinn fyrri verður eintóm eyðu-
fylling. Frægt er þetta erindi:
Mín er þetta meining full,
maður, vel það heyr:
Heldur leirugt gef mér gull
en gylltan leir.
Barnamaðurinn í kotinu skýrir frá högum sínum: „Ég á ekki neitt
til neins nema börn og skuldir“. En fyrri parturinn verður miklu
síðri: „Ekki bíður svarið Sveins, sízt eru hagir duldir“. — Drykkju-
maðurinn lýsir hvernig komið sé fyrir sér: „Flöskur standa framan
í mér fyrir löngu tómar“. Svo staglar hann framan við: „Von er
andinn vikni hér verði þröngir gómar“. — Langferðamaðurinn
horfir með ógn og kvíða til fj allvegarins sem hann á í vændúm
að næturlagi: „Kvíði ég fyrir Kaldadal, kvölda tekur núna“. En úr
þessu broti hefur aldrei orðið heil vísa; það sem skeytt hefur verið
framan við: „Herra guð í himnasal, haltu mér við trúna“, er eins
og hver önnur dauðans vandræði. Og þannig mætti telja endalaust.
Nokkur galli þykir sumum það á vísu ef rökrétt samband vantar