Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 74
248
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Yfirleitt sómir oft vel að leita sem mestrar fjölbreytni í vali sér-
liljóða. Hljómurinn er meiri í þessum vísufjórðungi:
Gnötra tekur Gjallarbrúin,
gildir undir ríða straiimar,
þar sem hver áherzlusamstafa hefur sitt hljóð, en í öðrum úr sama
kvæði:
Við ef mœtti vjðarrótum
visnum hjalpa dögg af blóði,
þar sem i er þrítekið. En þess er þó að gæta að oft getur skáldi þótt
henta að klifa á einhverjum sérstökum hljómi. Hér má og geta þess
að mál eins og íslenzka eða sænska eða ítalska, sem hafa mismun-
andi sérhljóð í endingum, láta betur í ljóði en t. d. danska eða
þýzka, þar sem öll endingarsérhljóð hafa slaknað í máttlítið e.
Bjarni Thorarensen kvað:
Kyssir ei á köldum
kalda mjöllu vetri
röðull, jafnt sem rauðar
rósir á sumrum?
Hér skiptist á í endingum i, u og a, En í þýzkum og dönskum þýð-
ingum hlýtur sarna hljóðið að koma þar einlægt aftur:
Kiisst im kalten Winter
kalten Schnee die Sonne
nicht so gern wie rote
Rosen im Sommer? (Poestion)
Solen kysser röde
Roser Sommerdage
og kysser den kolde, hvide
Sne ved Vintertide. (Olaf Ilansen)
Sannur orðasælkeri lætur sér betur falla að rímaðar séu saman
orðmyndir úr sundurleitum flokkum heldur en hliðstæður. Svo
kvað Sigurður Breiðfjörð í Númarímum:
Jörðin grætur, hristist heimur,
hrynur um stræti bjargið þétta,
unz það mætir eikum tveimur,
sem allar rætur saman flétta.