Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 77
TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR
251
2. Ég] kyssti | hennar ] munn. Hve | margan | koss
hún] mætti | gefa og | þiggja — hin | kalda | vör.
Mér finnst eðlilegt að segja hend’á og gef’og. En hin dæmin lauf’og
og þiggfin get ég ekki fellt mig við. Komman á eftir laufi og strikið
á eftir þiggja bendir hvorttveggja til ofurlítils hlés í flutningnum,
enda verður illa án þess verið, og þar með virðist mér helzta skil-
yrði stýfingarinnar vanta. Auðvitað má líka hugsa sér þann flutn-
ing að endingunni sé ekki sleppt. En þá raskast bragliðir.
Nú er mál komið að binda enda á þessi drög. Hafi ég upp á síð-
kastið gert fullmikið úr þeim vanda sem bíður íslenzkra skáld-
menna og þeirri harðstjórn hrynjandi, ríms og stuðla sem þau eiga
við að búa, er ekki nema sjálfsagt að klykkja út með þeim hugg-
unarorðum, að þegar vel tekst verður íslenzk bragðsmið föst í
skorðunum og traust, og ekki auðhlaupið að hagga henni. Sigurður
Nordal hefur bent á að Geisli Einars Skúlasonar stendur enn eins
og frá honum var gengið fyrir nálega 800 árum, en dómkirkjan í
Niðarósi, sem hann var fluttur í nýkveðinn, hefur sífellt verið að
breytast við niðurrif og hrun og nýsmíðar. Hér virðist þó ólíku
saman að jafna, annars vegar hið gljúpa efni orðanna, hins vegar
harður steinninn. Það liggur þá við að okkur geti fundizt meira
en skáldaýkjur það sem í vísunni stendur:
Snjalla ríman stuðlasterk
stendur alla daga
(Prentað eftir Fróni, 2. h. 1944).