Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 78
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON:
TVÖ KVÆÐI
FLJÓTIÐ
Ég er fljótið,
sem freyddi og streymdi
hjá borgum og höllum,
köstulum og turnum
í fölu tunglsljósi.
Ég er fljótið,
sem streymdi og freyddi
um stálgráar nötrandi klappir,
liðaðist mjúklega
milli frjórra angandi bakka,
lagðist í djúpa og lygna,
óræða grænleiftrandi hylji,
rann í bláum álum
og þungum strengjum,
sveiflaðist fram af björgum
í hvítum fossi,
drifhvítum, rjúkandi fossi
og þráðl hafið, hafið.
Ég er fljótið,
sem nam þ!g ungan,
bljúgan, hikandi og feiminn
að blikandi straumi mínum.
Og sólirnar óku
yfir þúsund himna.
Og þúsimd himnar
þöndu vænginn yfir jörðinni.
Og eilífð bernskunnar
þaut í grasi og lyngi
eins og mildur nálægin: draumur.
Og ég rann í brjóst þitt,
hið gljúpa og meyra brjóst þitt,
og bjó mér farveg
í blóði þínu.