Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 89
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
263
sens bar fram frumvarp um sjálfstjórn í fjármálum undir umsjón
færeyska Lögþingsins. Frumvarpið var lagt fyrir Lögþingið að ný-
afstöðnum kosningum árið 1906, það fékk ekki samþvkki, en með
því hófst flokkapólitíkin: Sjálfstjórnarflokkurinn hafði nú ákveðið
sjálfstjórnarstefnuskrá sína og studdi frumvarpið, en Sambands-
flokkurinn vildi halda „núverandi afstöðu í ríkinu“ óbreyttri. Sam-
bandsflokkurinn fékk yfirhöndina í Lögþinginu og nýr fulltrúi, Oli-
ver Effersöe, var kjörinn til Þjóðþingsins, en hann var sá eini, sem
talaði svo að segja alltaf á dönsku á fundum Lögþingsins, en þar
átti hann sæti mörg ár. Það sem gerðist árið 1906 var upphaf ill-
vígra deilna milli tveggja flokka, sem orðið hafa mjög harðar.
Deilan um Færeyjar í hinu gamla, norska þjóðfélagi, í tíð þeirra
Sigmundar og Þrándar í Götu, var innanlandsdeila, og hefur ef til
vill verið leidd til lykta með utanaðkomandi fulltingi. En innan-
landsdeilan milli þjóðarinnar og embættismanna landsins í hinu
nýja norræna þjóðfélagi var ekki leidd til lykta með fulltingi, sem
kom að utan; hún var alls ekki leidd til lykta, en hirtist í nýrri mynd,
þjóðfrelsishreyfingu, sem eðlilega krafðist síðar réttar síns eftir
pólitískum leiðum. Ég segi krafðist eðlilega réttar síns, því að allt
annað var óeðlilegt.
Á hinum pólitíska vettvangi hafa Færeyingar staðið sundurlyndir
og skiptir, og hefur það gefið flestum ríkisstjórnum í Danmörku
tilefni til að segja: „Þið skuluð fá einhvers konar sjálfstjórn jafn-
skjótt og meiri hluti ykkar óskar þess,“ en samtímis hafa danskar
stjórnir, að undantekinni hinni róttæku vinstristjórn Zahles, barizt
með hnúum og hnefum gegn því, að slíkur meirihluti næðist.
Allt til ársins 1925 voru aðeins tveir flokkar á stjórnmálasviðinu,
en þá bætist við frjóangi úr danska Jafnaðarmannaflokknum, og
hóf hann göngu sína með mjög lítilvægu hlutverki. Þar eð hann tók
inn á stefnuskrá sína nokkuð af málefnum Sjálfstjórnarflokksins,
mátti ganga að því sem vísu, að stór hluti hans væri í raun og
veru Sjálfstjórnarmenn. Sem einskonar mótvægi gegn Jafnaðar-
mannaflokknum myndast næstum jafnskjótt og hann flokkur, sem
síðar varð kjarninn í Fólkajlokknum. Mesta sundrungin varð þó,
þegar gamli Sjálfstjórnarflokkurinn klofnaði og tvær vígstöðvar
sköpuðust, sem hömruðu á því um fjögra ára tíma, hvor í sínu lagi,