Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 90
264
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hve óeðlilegt Jiað væri að stjórna ekki sjálfur eigin málum. Við
þessi átök verður Fólkaflokkurinn til, og við þjóðþingskosningarn-
ar í ár voru þrír frambjóðendur í kjöri, þeir Thorstein Petersen
frá Fólkaflokknum, Johan Poulsen frá Sambandsflokknum og Peter
Mohr Dam frá Jafnaðarmönnum, en frambjóðandi Fólkaflokksins,
flokks Paturssonar, var kjörinn með miklum meirihluta. Um leið
varð nauðsyn á nýjum kosningum til færeyska Lögþingsins, sem á
í rauninni að vera æðsta vald á eyjunum Jiessi árin. Úrslit kosn-
inganna urðu þannig:
Fólkaflokkurinn fékk 12 þingsæti, öll kjördæmakjörin.
Sambandsflokkurinn fékk 8 þingsæti, 5 kjördæmakjörin og 3 upp-
bótarsæti.
Jafnaðarmenn fengu 5 þingsæti, 3 kjördæmakjörin og 2 uppbót-
arsæti.
Fjórði flokkurinn, sá hluti Sjálfstjórnarflokksins, sem ekki fylgdi
Patursson að málum, fékk engan mann kjörinn, en hlaut 1000 at-
kvæði, en þau hefðu áreiðanlega nægt til að skapa Fólkaflokknum
hreinan meirihluta, en það heppnaðist ekki að þessu sinni. Enginn
af þrem flokkunum hefur einn yfirhöndina, en andstæðingar Fólka-
flokksins hafa gert með sér eins konar bandalag, sem danski amt-
maðurinn leggur blessun sína yfir, og hefur hann í raun og veru
sjálfur töglin og hagldirnar. Enn stendur sú barátta milli þjóðar-
innar og embættismanna landsins, sem stofnað var til með skrefinu,
er stigið var í danska Ríkisdeginum 1850, en árangur vannst ekki
að þessu sinni, af Jiví að þjóðin stóð ekki sameinuð. Nú kæmu ekki
að haldi nein erlend afskipti, nema væri þá um vopnavald að ræða.
Nei, Færeyingar munu halda áfram að fara „löglegar“ leiðir, eins
og orðað er svo fagurlega. Hvernig þetta orð á eftir að rætast, geym-
ir framtíðin í skauti sínu, en þeir, sem nú lifa mestu ragnarök mann-
kynsins, vita vel, hvað orðin „það skal“ merkja.
Ég sagði í upphafi greinarinnar: „Hvernig var þetta fólk og hvers
vegna flutti það úr heimalandi sínu?“ Svarið var þannig: „Það voru
frjálsir menn og konur, sem ekki vildu á nokkurn hátt vera undir
aðra gefin.“ Þúsund árum síðar geta afkomendur þess enn ekki
talizt frjálsir menn og konur, en takmarkið hlýtur að verá að vinna
aftur hið forna frelsi.