Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 93
TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 267 Þessi staðreynd vekur hjá manni ýmsar nærgöngular spurningar, eins og t. d. þessar: Hvers vegna getur ekki hver meðalgreindur maður, — jafnvel ekki eftir langa skólagöngu, — ritað fyrirstöðu- laust það mál, sem hann mælir? Er það af því, að honum hafi verið meinað að meðtaka guðsríki ritlistarinnar eins og lítið harn? Og hvers vegna er yfirleitt ekki hægt að rita fyrir alþýðu á því máli, sem hún talar? Er það af því, að það sé ekki nothæft til slíkra hluta, eða blátt áfram af liinu, að mennirnir, sem rita fyrir fólkið, hafi slitnað úr tengslum við það og týnt máli þess? Mér er sem ég sjái hárin rísa á höfðum manna, bæði lærðra og leikra, við þá tilhugsun að fella ritað mál í farveg hins mælta. Er þá ekki allt unnið fyrir gýg, sem stórmenni andans hafa gert til að skapa okkur ódauðlegt bókmenntamál? munu menn spyrja, undr- andi og hneykslaðir. Og menn munu minnast Snorra, Jóns Vídalíns, Jónasar Hallgrímssonar og ýmissa annarra, sem gert hafa garðinn frægan. Við skulum athuga þetta ofurlítið nánar í rólegheitum. Það verð- ur þá kannske ekki eins skelfilegt og við fyrstu sýn. Hvert hefur hann Snorri og þessir karlar, sem skrásettu fornritin, eiginlega sótt sitt ritmál annað en beint til fólksins, sem þeir lifðu og hrærðust með? Ekki finnst mér ósennilegt, að hann Jón gamli Vídalín hafi gripið eitthvað af sínum bröndurum glóðvolga af vörum karlanna, sem hann hafði saman við að sælda. Og hvað er Grasaferðin hans Jónasar, sem allir vildu ritað hafa, annað en tungutak fólksins, sem hann ólst upp með? Svo er líka guði fyrir þakkandi, að enn þann dag í dag taka ó- skólagengnir alþýðumenn sér penna í hönd og skýra frá lífsreynslu sinni og öðru því, er þeim liggur á hjarta. Og þeir koma það vel fyrir sig orði, að sprenglærðir fræðimenn og sjálfpyndaðir rithöf- undar standa höggdofa og grallaralausir og vita ekki, hvaðan vind- urinn blæs. Enn þann dag í dag lifir fólk, sem ekki kann að draga til stafs. Það er arfur þeirra tíma, er ekki þótti sæmilegt að kenna sveitar- ómögum þá íþrótt. Það væri hægt að sanna með dæmum, að þetta fólk orðar sendibréf, er þáð lætur skrifa, af þeirri list, að þaulvanir blaðamenn mættu þakka guði, ef þeir kæmu jafn vel fyrir sig orði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.