Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 98
272 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR á að vera alvarlegt eins og líkræða, eða konungleg tilskipun frá 17. öld. Mun hér nokkru um valda, hve kanselístíllinn hefur haft djúptæk og ill áhrif á allt ritmál síðari tíma. Mér er enn í fersku minni, þegar ég fyrst heyrði talað um Bréf til Láru. Fólkið var alveg höggdofa og grallaralaust. Ollum kom þó saman um, að höfundurinn hlyti að vera vitlaus — hefði líklega sloppið út af Kleppi. Hitt var mönnum ráðgáta, hvernig nokkrum mönnum með fullu viti gat dottið í hug að prenta bók eftir vit- lausan mann. Að vísu hefur fólk vitkazt mikið, síðan Bréf til Láru kom út. Þó skortir mikið á, að gildi kýmninnar í rituðu máli sé almennt viður- kennt. Flestir vaða í þeirri furðulegu villu, að ekkert mark sé tak- andi á ritsmíð, ef einhvers staðar örlar á fyndni eða græskulausu gamni. Ritað mál á að vera alvarl'egt, eins og það feli í sér sinn eigin dauðadóm. En þetta er mikill misskilningur. Oft er hægt með einni hnvttinni setningu að komast nær kjarna máls en með tíu langvellulegum leiðarasetningum. Sérstök ástæða væri fyrir blaðamenn að athuga þetta. Oft skrifa þeir eins og þeir stæðu yfir andstæðingi sínum með reidda reglu- stiku. Það út af fyrir sig er vel fyrirgefanlegt. Hitt er öllu hvim- leiðara, þegar þeir eru með ólund og beiskju, líkt og þeir þjáist af langvarandi meltingartruflunum eða óþolandi tannpínu. Fráleitt stafar þetta af því, að blaðamenn séu skapverri en aðrir menn, eða snauðari af fyndni en fólk er flest. Hér mun það mestu um ráða, að þeir ganga með þá grillu í höfðinu, að þeim verði betur ágengt í starfi sínu, ef þeir segja það, sem þeim liggur á hjarta, með svip- uðu orðalagi og þeir væru að semja sína eigin líkræðu. Ekkert þori ég um það að segja, hvort spekingar og fræði- menn myndu bíða tjón á sálu sinni, ef þeir tækju fyndnina, sem lifir á vörum alþýðunnar, í þjónustu vísindanna. En ef það reyndist framkvæmanlegt, myndu færri fræðibækur liggja ólesnar í bóka- hillum. Rithöfundar standa allra manna bezt að vígi með að taka sinna- skiptum gagnvart fyndninni. Undantekningalítið hafa þeir reynzt undarlega ófundvísir á þennan eiginleika í fari fólksins, enda þótt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.