Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 104
278 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gufar vatnið, er sólin skín á landið, og safnast í skýjabólstra hátt í lofti. Vindarnir, sem eiga sjálfir ætt sína að rekja til sólarorkunnar, bera skýin norður á bóginn, nokkur hluti þeirra lendir á Fedsjer.ko- skriðjöklinum og kólnar, og vatnið steypist yfir jökulskallann í mynd regns eða snævar, frýs og bætir þannig æ nýjum ísalögum ofan á þau, sem fyrir voru. Sólarorkan dælir þannig miljónum og aftur miljónum smálesta vatns upp á jökultindana í mörg þúsund metra hæð. En ekki er öllu þar með lokið. Staðorka hins frosna vatnsmagns breytist aftur í flugorku rennandi vatns, er sólin bræðir neðan úr jöðrum skriðjökulsins og vatnsflaumurinn steypist niður hlíðarnar eftir giljum og gljúfrum, er sameinast í enn stærri far- vegum, þar til allt kemur saman í stórfljótinu Amu-darja, sem renn- ur norðvestur í Aralvatn yfir lendur ráðstjórnarlýðveldanna Tad- sjikistans og-Túrkmenistans. Þar er vatnið látið vökva víðlendar baðmullarekrur og reka tröllauknar vatnsaflstöðvar. Sólarorkan er þannig orðin að vélaorku. Það er nú raunar engin ný uppgötvun, að starfsorka fljóta og fossa sé upphaflega frá sólinni komin. En hinir rússnesku vísinda- menn, sem fyrr eru nefndir, halda því fram, að bezta og einfaldasta aðferðin til að hagnýta sólarorkuna sé sú að beizla fallvötnin. Og þeir segja, að mennirnir eigi ekki að láta sér nægja að taka vatns- orkuna hvert sinn, þar sem hún kann að fyrirfinnast, heldur eigi þeir að hagræða rennsli fljótanna eftir því, sem hagkvæmast sé, með því að grafa nýja farvegi og gera fyrirhleðslur, þar sem þurfa þyki. í sambandi við slík mannvirki megi gróðursetja nýja skóga á hentugum svæðum o. s. frv. Vísindamenn þessir benda á það, að með því að gera nýja árfarvegi og skapa ný vatnaskil megi græða upp geysivíðlend eyðiflæmi og gera jörðinni tækt að halda í og hagnýta sér mjög mikið af sólarorku, sem nú geislar aftur út í kaldan geiminn engum til gagns frá sandauðnum og gróðurlausum öræfum. Hinir rússnesku vísindamenn benda einnig á það, að með slíkum ráðstöfunum gætu menn ráðið að nokkru yfir veðurfarinu, því að loftslag muni tvímælalaust breytast til muna, ef takast mætti að græða eyðimerkur jarðarinnar. Loftslag jarðarinnar mundi temprast, í hitabeltislöndunum yrði ekki eins ofsaheitt og nú er, og heimskautalöndin yrðu hlýrri. Það er vissulega heillandi útsýn, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.