Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 106
280
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
áburður, sem borinn er þurr í moldina, er jurtunum með öllu gagns-
laus, þar til hann er uppleystur af raka moldarinnar, og á þurrka-
tímum getur því svo farið, að hann komi yfirleitt að mjög litlu
gagni, þó að ríflega hafi verið á borið.
Ýmsar fróðlegar tilraunir hafa verið gerðar um þetta. Til dæmis
var sú tilraun gerð á einum stað í Bandaríkjunum, að rótarávöxtur
einn var ræktaður á landi, sem var tvær ekrur að stærð. Á aðra
ekruna voru borin 1200 pund af þurrum gerviáburði, en á hina 143
pund áburðar uppleyst í vatni. Af þeirri ekrunni, sem fengið hafði
þurran áburð, fengust 246 enskar skeppur ávaxtarins, en 343 af
hinni ekrunni. Með öðrum orðum: Af þeirri ekrunni, sem upp-
lausnin var borin á, fékkst 40 hundraðshlutum meiri uppskera en áf
hinni, þó að áburðarmagnið í upplausninni væri aðeins tæpur átt-
undi hluti þurra áburðarmagnsins. Útkoma annarrar tilraunar, sem
gerð var, reyndist sú, að rúmlega 12 smálestir af tómötum fengust
af ekru, þar sem borinn liafði verið á uppleystui gerviáburður, en
ekki nema 8 smálestir af ekru, þar sem áburðurinn hafði verið bor-
inn á þurr. Þar var áburðarmagnið einnig mun minna í upplausn-
inni en þurra áburðinum.
Vísindamenn, sem fengizt hafa við þessar rannsóknir, áætla, að
Bandaríkjamenn mundu geta aukið framleiðslu tómata til iðnaðar
um 200—500 þúsund smálestir með því einu að taka upp vökvunar-
aðferðina í stað þess að halda áfram að bera þurran áburð í mold-
ina, og svipuð aukning ætti að geta orðið, að því er aðrar nytja-
jurtir snertir.