Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Qupperneq 107
EIRÍKUR FINNBOGASON:
Skáldsagan STRANGE FRUIT
og bann liennar í Boston
Hér á eftir birtist kafli úr bók, sem kom út vestur í Ameríku snemma á
þessu ári og heitir á frummálinu Strange Fruit, þ. e. Undarleg aldin. Höfund-
ur bennar, írú Lillian Smith, er kennari og barnasálfræðingur. Hún er alin upp
í Georgíu, einu af Suðurríkjum Bandaríkjanna, og hefur lengst af dvalizt þar.
Bókin gerist í litlum bæ í Suðurríkjunum og tekur til meðferðar eitt hið mesta
vandamál þessara ríkja, kynþáttahatrið. Hún segir frá ástum þeirra Treisi Díns
og hinnar fögru og menntuðu blökkustúlku, Nonní Anderson. Treisi er sonur
aðallæknis bæjarins. Þau hafa elskazt frá barnæsku. Nonní hefur unnað Treisi
frá átta ára aldri, befur ein megnað að finna það bezta, sem til er í drengnum,
og hefur um leið ein verið fær um að gefa honum trúna á sjálfan sig. Þegar
Treisi kemur úr heimsstyrjöldinni fyrri, er hann laus úr þeim fjötrum, sem
hleypidómar og þröngsýni fjölskyldu hans og hins hvíta umhverfis hafa hneppt
hann í. Hann hefur alltaf fundið, að Nonní er konan, sem hann elskar. Nú
viðurkennir hann það fullkomlega.
En Adam var ekki lengi í Paradís. Hið hvíta umhverfi er óbreytt. Fjöl-
skylda hans, presturinn og allur bærinn leggjast á eitt að brjóta sjálfstæði
hans á bak aftur. Hann gefst upp. í örvæntingu sinni reynir hann að kaupa
Nonní af sér að ráði prestsins, svo að hann geti gengið að eiga hvíta stúlku,
sem fjölskylda hans hefur valið honum. Ilann þarf líka að kaupa negraföður
handa barninu, sem hann á í vændum með Nonní. En bróðir Nonní kemst að
ráðagerð þessari. Hann hefnir systur sinnar á hinn eina hátt, sem fær er:
myrðir Treisi og flýr. Hinn hvíti skríll veður uppi. Hann tekur svertingjann
Ilenrí, sem er uppeldisbróðir og einkavinur Treisis, og brennir hann án dóms
og laga. — Og allt verður slétt á yfirhorðinu sem áður. Hin fagra og mennt-
aða Nonní og nnnusta Henrís halda áfram að vinna í eldhúsum hvítu frúnna.
Þetta er þráður bókarinnar í mjög stórum dráttum. í henni eru og mjög
góðar og margbrotnar sálarlífslýsingar, eins og kaflinn, sem þýddur er hér á
eftir, ber með sér.
Frúin ritar þarna af eigin reynslu. Hún hefur sagt í ræðu, að í uppvextin-
um hafi verið brýnt fyrir sér, hve mikilvægur litarmismunur á fólki væri. Þetta
kvaðst hún þó aldrei hafa getað fundið sjálf. Hún kynntist bæði negrum og
hvítu fólki og komst að þeirri niðurstöðu: Fólk er fólk og það er mikilvægt.
Hún skilur báða aðila fullkomlega, hina hvítu og hina svörtu, og við lestur