Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 115
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
289
fólk veit það. Þær vita alltaf nákvæmlega, hvernig það er gert.
Líklega eru þær fæddar með því að vita það. Eða læra það við
samfarir kannski. Og því minni kynferðisleg fullnæging, því meiri
vitneskja um barnauppeldi. Þannig virðist það vera. Það veit guð,
hann mundi ekki láta hana fara illa með barnið sitt. Hann mundi
sjá um það. Láta hann einan, láta krakkann sjá um sig sjálfan.
Hann hló. Þetta var eiginlega að fara fram úr áætlun. Jæja ....
það var ekki sem verst. Það yrðu þá ekki fleiri vandræði gagnvart
móður hans. Allt ætti að verða friðsamlegt. Allt ætti að verða ....
Núna .... kannski yrði hún dálítið hreykin .... kannski þætti
henni gaman að eignast sonarson. Lífið hafði ekki leikið hana svo
vel. Hann hafði troðið nógu mikið á vonum hennar og draumum
síðan hann fæddist. Kannski sonarsonur .... yrði einskonar bót
fyrir það allt .... taka hann með sér á sunnudögum, láta hana
leika við hann .... vera henni góður .... lífið hafði ekki tekið
hana neitt mjúkum tökum. Pabbi — pabbi er ágætur, en ekki sér-
staklega þægilegur í umgengni, ef til vill. Lætur hlutina danka.
Það var ævinlega mamma, sem geymdi peningana og ávaxtaði þá.
Utsjónarsöm, en faðir hans makráður. Keypti nokkra negrakofa
í Makon, gegn vilja pabba, og græddi á þeim. Hressti upp á þá.
Negra vantar alltaf hús, og móðir hans var nógu séð til að vita það.
Móðir hans mjög útsjónarsöm. Sendir út reikninga pabba, og það
sem meira er, innheimtir þá. Stjórnar öllu. — Hún á erfitt þessa
dagana, sagði pabbi, ofþreyta, lífið að breytast. Sumar konur höfðu
brjálazt, þegar þær voru að komast úr barneign Hann hafði heyrt
það. Móðir Gus Reneis brjálaðist — dvelur nú í Milledgeville. Gus
sagði, að það eina, sem hún gerði, væri að standa úti í horni, ganga
fáein skref áfram, snúa við, ganga aftur til baka. Allan guðslangan
daginn! Annað gerði hún ekki. Alltaf þegar Gus fór að finna hana,
varð hann hrærður eins og barn. Maður vissi alltaf, þegar Gus var
nýbúinn að finna hana. Hann sveik venjulega vigtina hjá hinum
hávaðasömu konum, sem alltaf voru að rífast um kjötið, og talaði
mjúklega við þær um leið og hann lagði höndina á vogarskálina.
En eftir að hann hafði verið helgi í Milledgeville, lét hann dálítið
aukreitis í hvert sinn. Rauðeygður þurrkaði hann nefið með blóð-
ugri sloppserminni, auðmýkti sig jafnvel fyrir gömlu nöldurskjóð-
19