Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 116
290
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
unni frú Reid, þar sem hann var endranær vanur að tauta eitthvert
klám um að berja bannsetta kerlingarskrukkuna í —
Á mánudagsnæturnar var Gus vanur að drekka sig fullan. Blind-
fullan.
Fjögur skref áfram .... fjögur skref aftur á bak . . Guð minn
góður .... ef mamma væri í slíku ástandi núna — maður gæti
ekki afborið það.
Treisi var nú kominn að gula húsinu á horninu. Hann gekk nið-
ur grasflötinn, settist á tröppur forsvalanna. Það var ljós hjá móð-
ur hans uppi á lofti. Hann vildi ekki fara inn — strax. Hiti. Hræði-
leg nótt. Mýflugurnar betri en hitinn inni.
Nú var allt komið í lag — nema Nonní. Nonní .... dálítið ó-
lokið mál .... Kannski mundi hún vilja fara norður. Henni mundi
líða betur þar — það yrði betra fyrir alla. Hætta við allt saman.
Ljúka því. Mamma — Dóra, þær mundu verða skratti fegnar, að
hugsa sér það bara. Þú ættir að haga þér alveg að þeirra vilja —
ef þú ferð út í þetta á annað borð. Fyrst þú ert tekinn að sækja
kirkju, reyndu þá að minnsta kosti að vera dálítið heiðarlegur.
Ef að er gáð, hefurðu aldrei verið eins og sonur við móður þína.
Kannski þú getir núna sýnt henni, að þú búir vfir dálitlu, sem hún
geti verið hreykin af.
Þú munt byrja nýtt líf, sagði Dönvúddí prestur í dag, nýtt líf,
Treisi, óskráð líf.
Á augabragði slitu þessi orð fjötur í sundur. Það verður ekkert
slitið framar.
Hvað sem þú gerir, ljúktu við það!
Treisi kveikti í sígarettu. Engin tilfinningasemi framar. Undar-
legt. Búið og gert. Lokið. Skrýtið — að finna ekki til neins. Lausn-
arfró. Þú tekur ákvörðun. Allt stöðvast. Það er eins og blóðrásin
staðni. Stirðnaður. Hvíld.
Það, sem nú þarf að gera, er að útkljá þetta. Það mundi þurfa
peninga. Mikla peninga — til að hjálpa Nonní mánuðina, sem hún
getur ekki unnið, og borga lækninum.
Seinna gæti hann gefið henni meira, ef hún þyrfti. Pabbi bauðst
til að borga hring Dóru. Anzi fallegt af honum. Maður getur ekki
beðið hann að gera þetta líka. Að öllu athuguðu var það mamma,