Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 119
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
293
eignast sonarson — kannski þætti henni gaman að heimsækja
mann —
Gaman að vita, hvernig tilfinningar hún hefur til mín. Hvað
hún er að hugsa, þar sem -hún situr og greiðir sér. Þú — þú átt
mynd af henni í huga þér .... Gaman að vita, hvernig mynd hún
á af þér .... Gaman að vita, hvað hún heldur, að sé sonur henn-
ar . . . . ef hún veit, hvað sonur hennar er .... hvað .. . . Á hverj-
um degi bjóst maður við hún mundi segja eitthvað. Um Dóru.
Um kirkjuferðirnar. En það mundi alltaf hafa orðið vandræðalegt.
Það var betra svona. Engar umræður. Engin áreynsla. Þú hefur
gefið henni það, sem hún þráði, þú veizt, hvernig henni er innan-
brjósts. Hún seildist eftir hártöngunum. Guð minn góður, hún
ætlar þá að gera það núna. Kvenfólk á ekki snefil af feimni.
„Ekki!“ Hann hafði ekki ætlað að segja það. Nú fannst honum
hann vera asni.
Móðir hans brosti, tók lítið glas með spíritus, vætti bómullar-
hnoðra, hreinsaði tengurnar. Hún ætlaði samt sem áður að gera
það.
„Mamma,“ sagði hann, „Dóra var að segja mér frá húsgögnun-
um. Það var fallegt af þér að gefa okkur þau.“
„Amma þín vildi þú fengir þau.“
Amma .... Maður mundi alltaf i'.iuna eftir henni .... eins
skýrt og meðan hún lifði .... há, grönn, hvasseygð, eyrnahring-
arnir glitrandi og hringlandi, síbeitandi skapi sínu, hvar í ríkinu
sem afi prédikaði. „Láttu barnið í friði,“ var gamla konan vön
að segja. „Alma, þú agar hann allt of mikið!“ „Mamma! Þú leyfir
mér vonandi að ala son minn upp eins og mér sýnist.“ „Þú kemst
að raun um, þegar þú ert orðin gömul eins og ég, að þó að
barn væti buxurnar sínar, þá er það ekki skelfilegasta stundin,
hvorki í þess lífi eða þínu. Þegar allt kemur til alls, hafði salerna-
leysið sína kosti, það gerði það sannarlega! Afvikinn staður sjö-
tíu faðma frá húsinu kenndi manni, að það er ekki hundrað í
hættunni, þó að krakki væti buxur.“ „Mamma, þú glevmir, að börn-
in hafa eyru!“ „Uss — uss — ég gleymi aldrei neinu!“ Og hún
hafði beygt sig niður og tekið títuprjón upp af gólfinu án þess
að kreppa hnén, rétti sig upp, andlitið rautt. „Drengur minn,“