Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Qupperneq 120
294
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sagði hún, „gifztu aldrei stúlku, sem þarf að beygja hnén til að
taka upp títuprjón. Hún verður eins og mara á þér eftir tíu ár.“
Hún leit sigrihrósandi á dóttur sína, því að Alma var þung og sein-
fær, og fór út úr herberginu. Hann hafði dvalið á sumrin í Makon,
eftir að afi dó og amma fluttist aftur á gamla heimilið sitt í Hard-
amanstræti. „Afi þinn var mjög trúaður maður og hinn góði hirðir
drottins,“ sagði hún oft við hann. „En ég verð að játa, að þessi
prestssetur voru líkari staðnum, þangað sem guð almáttugur sendir
glataðar sálir heldur en ég veit ekki hvað. Eg er fegin að vera kom-
in heim aftur, og þurfa ekki að láta einhvern trúboðasæg valkóka
yfir mér — jafnvel þó ég þurfi að borga skatta.“
„Égvildivið hefðum getað haldið gamla staðnum,“sagði hann nú.
„Jorðin er breytt. Ágætt að hafa selt hann, einmitt þá.“
„Ég býst við því. Mamma —“ ekki yrði það auðveldara með því
að draga það lengur — „geturðu látið mig hafa dálitla peninga?“
Alma lagði tengurnar frá sér, sneri sér að syni sínum, horfði
rannsakandi framan í hann. Eitthvað hafði brostið snöggt í augum
hennar. „Hvað mikið, Treisi?“
„Þrjú hundruð.“
„Það er enginn smáræðis peningur.“
„Ég veit það. Mér þykir mjög leitt að biðja þig um þá. Kannski
get ég borgað þá — þegar ég er búinn að koma okkur fyrir í sveit-
inni.“ Hún hafði ekki minnzt á það einu orði, að hann flytti á
jörðina —
„Til hvers þarftu þá?“
„Ég vildi helzt ekki segja það.“
„Fyrir hring handa Dóru?“
„Pabbi gaf mér fyrir honum.“
„Nú? Til hvers þá?“
„Ég vildi helzt ekki segja það.“
„Hefurðu beðið pabba þinn um þá?“
„Nei.“
„Því áttu ekki um það við hann?“
Treisi var að telja hlutina á búningsborðinu — púðurdós, bursti,
spegill, skæri, krem — haltu ájram að telja — engin tiljinningasemi.
„Hversvegna, Treisi?“