Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 121
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
295
„Ég vildi helzt ekki ergja pabba.“
„Hefurðu lent í fjárhættuspili?“
Treisi leit á móSur sína. Hún hafði tekið upp tengurnar, lagt
þær frá sér aftur, lét nú hendurnar hvíla í kjöltunni. Rétt, hann
hafði lent í fjárhættuspili. „SegjMm það.“ Hann kveikti í sígarettu,
fleygði eldspýtunni í vatnsskálina.
„Hefurðu sagt Dóru frá því?“
„Það kemur henni ekkert við.“
„Öll þín mál koma Dóru við núorðið.“
„Ef þú getur ekki gert það, þá segðu það bara, mamma. Við skul-
um ekki fara að rífast um þetta.“
„Ég get gert það, Treisi, en mér leiðist, hvað þú ert þrár. Þetta
er allt svo dularfullt.“
Nú hafði hún tekið tengurnar upp aftur og strauk þær með fingr-
unum. „Ég ætlaði að segja þér þetta fyrir löngu, en einhvernveginn
— er eins og við höfum ekki haft tíma til að tala saman. Það er
inndælt, að þú ætlar að giftast Dóru. Ég er mjög glöð yfir því. Hún
er góð stúlka, og verður þér ágæt kona. En þú gerir líf hennar ó-
bærilegt, ef þú heldur áfram sömu framkomunni við hana og þú
hefur haft hér á heimilinu hjá foreldrum þínum. Þú hefur aldrei
sýnt okkur einlægni, Treisi.“ Hún brosti til að mýkja orð sín. „Þú
veizt þetta. Það hefur gert okkur erfitt fyrir — öllum —“
Treisa fannst hann ekki geta hreyft legg né lið. Hann sat bara
þarna. Starði á móður sína. Eins og bjáni. Hann hafði einhvern-
veginn haldið, að það mundi gleðja hana, að hann ætlaði að gift-
ast Dóru — gleöja hana verulega, að þetta um jörðina mundi
gleöja hana, að þetta um kirkjuferðirnar mundi gleöja hana. Og
hér var hún og fann nýjar ávirðingar til að ýfa upp. Fann alltaf
eitthvað —
Hún tók aftur til máls og þurrkaði kremið af hálsinum um leið
og hún talaði. „Ég læt þig hafa ávísunina á morgun,“ sagði hún,
„og þá vil ég þú farir beint til Dóru og segir henni þetta allt. Hún
fyrirgefur þér, hvað svo sem þetta — tiltæki kann að vera, og þið
byrjiö að lifa saman eins og hjón. Dóra getur orðiö þér mikill
styrkur, Treisi, ef þú þiggur það. Og þú munt finna, að hún er
manneskja, sem getur — fyrirgefið ýmislegt.“