Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 124
298
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hann lofuðu þeir guð líka, þeir svörtu. Já — þeir höfðu sínar
grimmu orustur og sínar konur — drukku, stálu og lofuðu guð!
Hræddir við eitthvað — eins og hvítt fólk. Allir eru hræddir. Allir
nema konurnar — þær eru ekki hræddar. Nei, guð! Það sem þær
vilja er að láta mann halda áfram að vera hræddan — halda manni
frá að —
Treisi fékk sér annan sopa. Svo hljótt þarna fyrir aftan. . . . allt
koldimmt. Enginn þarna. . . . jafnvel ekki guð. Galtómt. Galtómt —
allt — þannig.
Hann drakk nú hægt úr fleygnum, hélt síðan á honum, strauk
fingrunum um hált glerið. ... upp. . . . niður —
— svo andskoti einmanalegt — kirkjan svo einmana — allt svo —
Hann lagði fleyginn á tröppurnar. Stóð upp. Mál að fara. Já.
Fara til negrastúlkunnar sinnar. Fara til síns eigin fólks.
Hann nam staðar. Hann gat ekki munað, hvar liann var, né hvað
hann ætlaði að gera.
Stígurinn var hér dimmur og hljóður. Fyrir framan hann voru
raðir af háum sedrusviði, sem skildu í sundur kirkjugarðinn og
lóð ungfrú Odu. Hann gekk hægt áfram, nam aftur staðar, var rugl-
aður, veikur. Eins og hann hefði týnt einhverju. Hann fann hann
þurfti að muna, hvað það var — varð að muna — það var alveg
nauðsynlegt fyrir hann að muna.
Já. Það var rétt. Hann var á leið til Nonní.
Við laufskálann kallaði hann, stóð við garnla hálmstólinn og kall-
aði. „Nonní!“ Hann hlustaði. Já — hún hét það. Það var rétt. „Ó
. . . .Nonní!“ Það var rétt, hún hét það. Hún hét það áreiðanlega.
„Ó.... Nonní!“
Hún skauzt út um bakdyrnar. „Treisi! Ég er fegin þú komst,“
hvíslaði hún.
„Komdu,“ sagði hann.
„Uss,“ hvíslaði hún og gekk hratt niður stiginn í áttina til kofa
Teits frænda.
„Ussaðu á sjálfa þig,“ sagði hann, en hún flýtti sér niður stig-
inn. „Hef nokkuð óvænt að segja þér,“ hló hann.
„Óvænt?“