Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 126
T
300 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
einu hratt hann henni frá sér og hún hrasaði út að veggnuin, rak
sig á stoð, missti jafnvægið — datt á gólfið. Andartak gat hún ekki
staðið upp.
„Nonní! Þú hefur meitt þig!“ Hann hafði skyndilega fært sig að
henni. Stóð kyrr. „0, ég er svo feginn. Já, ég er svo feginn. Hvers
vegna ætti ég að vera að særa alla svona? Eg er feginn — heyrirðu
það? —“
Nú lá hann við hliðina á henni. „Þú ert mín — já, þó þú sért
svolítill negri, þú ert mín, og ég elska þig alla. Til hvers er það að
vera kominn af hvítu fólki, huh? Til hvers. . . . Ég elska þig alla. . . .
Fari þau í helvíti, ég elska þig alla — alla — þau geta ekki varnað
mér að elska þig alla — þau geta ekki varnað mér — kennt þér um
allt, — það er það, sem þau gera — alla — það er það sem þau
gera — það er —“
„Treisi — elsku — þú ert drukkinn -— þú veizt ekki, hvað þú ert
að gera — þú veizt ekki — þú —“ Hún var farin að gráta, en reyndi
á engan hátt að stöðva hönd hans.
Hann sá einhvern toga í klæði hennar, fálma við hnappa, svipta
þeim af öxlunum. Sá einhvern hneppa frá treyjunni, svipta af henni
pilsinu, rífa föt, þangað til ekkert var eftir milli handa hans og
líkama hennar. Hann sá mann — sá ekki mikið — sá ekki mikið
— mann ofan á henni, sá hann þrýsta henni ofan að gólfinu —
Gerðu það ekki! sá hann þrýsta líkama hennar fast — sá hann
reyna og mistakast, reyna og mistakast, reyna og mistakast....
heyrði lágan ekka. .. . djúpan, snöggan grát — ■ hún var að gráta
— nei — það ert þú, sem ert að gráta — það ert þú — þú gazt
ekki — þú gazt ekki — þú gazt ekki .... þú gazt ekki — þú
gazt ekki — þú gazt ekki —
Hún var farin. Tunglið umhjúpaði kofa Teits frænda, sló bjarma
á gólfið, klauf borðin í veggnum, fleygaði gömlu gluggahlerana,
gerði stór, auð svæði milli dimmra hornanna. Hún var þar ekki.
„Nonní! Hvar ertu? Ó, Nonní!“ Síðan heyrði hann einhvern kalla
á einhvern.
Eiríkur Finnbogason þýddi.