Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 132
306 TIMARIT MALS OG MENNINGAR ryðjendastarf, þótt þar sé auðvitað að miklu leyti stuðst við liina stóru íslenzk- dönsku orðabók Sigfúsar Blöndals. Höfundur þessarar greinar er ekki sér- fræðingur á þessu sviði, en hann getur sagt fra því, að bókin er snotur og fer vel í hendi, letrið er til fyrirmyndar og orðaforðinn að mestu leyti nægilegur til þýðingar á íslenzkum bókmenntum nútímans. Það er skiljanlega engum erfiðleikum háð að leita uppi orð, sem þarna hefðu átt að vera, enda verður þá fyrst unnt, er farið er að nota bókina, að ná öllum þeim orðum, sem æskilegt er og nauðsynlegt að taka með. Fyrr eða síðar hlýtur því að reka að því, að viðbætir verði gerður við bókina, enda hafa höfundarnir í hyggju að gefa hann út innan skamms. Með útgáfu íslenzk-sænsku orðabókarinnar hafa höfundarnir og bókaútgáfa sænsku samvinnufélaganna lagt fram mjög mikilvægan skerf til þess að efla menningarviðskipti stærstu Norðuriandaþjóðarinnar og hinnar minnstu. Nú er margt skrafað og hátt um norræna samvinnu, en samtímis hefur hér í kyrrþey verið unnið mikilvægt norrænt starf. SigurSur Þórarinsson. Áhrifarík skáldsaga afflutt Wanda Wassilewska: REGNBOGINN. Helgi Sæmundsson íslenzkaði. Utgefandi: Skálholtsprentsmiðja h.f. — 192 bls. Saga þessi fékk í fyrra æðstu bókmenntaverðiaun Ráðstjórnarríkjanna, sem kennd eru við Stalín marskálk. Ilún var skjótt þýdd á ensku og gefin út í London síðastliðið haust, en í New York í vor. Almennir lesendur fögnuðu henni hvarvetna og menntuðustu gagnrýnendur luku á hana miklu lofsorði, en fáein málgögn dulbúinna einræðissinna reyndu hinsvegar að gera lítið úr henni, án tilætlaðs árangurs. Höfundurinn er ung sovétskáidkona af pólskum ættum, sem hefur meðal annarra starfa verið fréttaritari á austurvígstöðvunum og hlotið liðsforingjanafnbót í Rauða hernum. Það er skemmst frá að segja, að Regnboginn er langmerkasta sagan, sem enn hefur komið út um viðburði þessarar styrjaldar, en um leið hin hrylli- legasta. Hún gerist á nokkrum sólarhringum í úkraínsku smáþorpi, sem Þjóð- verjar hafa haft á valdi sínu um mánaðar skeið. Allir karlmenn þorpsins eru ýmist í hernum, skæruliðasveitum eða fallnir, en eftir eru aðeins konur, börn og gamalmenni. Þegar nazistunum tekst hvorki að kúga þetta óvopnaða, bjarg- arlausa fólk til skilyrðislausrar hlýðni og þjónustu né buga þögula viðspymu þess gegn stálbrynjuðu ofbeldinu, hefja þeir hinar villimannlegustu pyndingar og glæpi.En allt kemur fyrir ekki: Jafnvel úrkynjuðustu og kvalafyllstu hryðju- verk þeirra megna ekki að lama það eða slökkva trú þess á sigur þjóðar sinnar og frelsisins, heldur rís það til æ hærri tignar í þjáningum sínum og hörm- ungum. í bókarlok verður loks trú þess og von að veruleika: Rauði herinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.