Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 137

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 137
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 311 verk eftir helztu nútímahöfunda Svía, t. d. Vilhelm Moberg, Eyvind Johnson, Harry Martinson, Karin Boye, Krusenstjerna, Lagerkvist o. fl. Ó. J. S. Hetjur á heljarslóð Erskine Caldwell: HETJUR Á HELJARSLÓÐ. Karl Isfeld íslenzkaði. Utgefandi: Skálholtsprentsmiðja h.f. — 160 bls. Erskine Caldwell er tvímælalaust einn hinna mikilhæfustu, djörfustu og víðfrægustu nútímarithöfunda í Bandaríkjunum. Hann er prestssonur, fæddur árið 1903 í Coweta í Georgiafylki, flæktist í bernsku víðsvegar um Suður- ríkin, stundaði á unglingsárum sínum ýmist nám við háskóla eða sundurleit- ustu erfiðisvinnu, en hóf ritstörf um tvítugt og tókst ekki um langt skeið að koma neinu á framfæri, hvorki hjá tímaritum né útgefendum. Þegar fyrsta skáldsaga hans, Tobacco Road, kom loks út 1932, varð hann á svipstundu frægur maður. Amerískir gagnrýnendur létu hendur standa fram úr ermurn og jusu hann bæði lofi og lasti, en hinir merkustu þeirra leiddu hann til sætis við hliðina á Hemingway og Faulkner. Ári síðar sendi hann frá sér aðra bók, God’s Liltle Acre, sem vakti ennþá meiri athygli og deilur. Boston-deild hins svokallaða ameríska Siðverndunarsambands lét höfða mál á hendur útgefend- unum og heimtaði, að sagan yrði tafarlaust bönnuð og gerð upptæk, með því að hún væri ósæmilega berorð og líkleg til að hafa spillandi áhrif á æskulýð- inn. Flestir þekktustu rithöfundar í Bandaríkjunum með Sinclair Lewis í broddi fylkingar mótmæltu ákærunni harðlega, enda lauk málinu með fullum sigri höfundar og útgefanda. Skáldsögurnar tvær, Journeyman og Georgia Boy, hafa einnig aflað Caldwell mikilla vinsælda samhliða fjölda smásagna og greina, en loks hefur orðstír hans vaxið með þremur ágætum bókum, sem allar gerast í Rússlandi í yfirstandandi styrjöld. Skömmu eftir að herlið Ilitlers hóf feigðargöngu sína inn yfir gresjurnar, fór Caldwell til austurvígstöðvanna sem fregnritari bandarískra blaða. All on tlie Road to Smolensk og Moscow under Fire eru einkar fróðlegar og merkar lýsingar á því, sem fyrir augu hans bar, meðan hann dvaldi eystra, en sagan All Night Long, sem hlotið hefur á íslenzku hálfóviðfelldinn upphrópunar- titil, Hetjur á heljarslóð, fjallar um rússneska skæruliða og grimmdaræði naz- istanna gagnvart varnarlausu fólki í hinum hernumdu héruðum Ráðstjórnar- rikjanna. Sagan er prýðilega gerð sem slík og rituð af leikni, þótt hún standi sumum fyrri verkum Caldwell’s mjög að baki um stílsnilld og listrænan út- skurð, enda hefur fyrst og fremst vakað fyrir höfundinum að gefa þjóð sinni einfalda, sanna og lifandi mynd af ógnum morðstefnuvarganna annarsvegar og viðnámi, hugprýði, dirfsku og þolgæði rússneskrar alþýðu hinsvegar. Stríðs- fréttirnar hafa margsinnis skýrt frá því, að skæruliðar hafi sprengt brýr í loft
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.