Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 14
194
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ræna blámóða, sem sveipar ljóð margra skálda annarra í þennan tíð.
Náttúrufræðin leitast við að skoða hvern hlut og skynja, eins og
hann er, og virðist því bezt fallin allra fræðigreina til þess að forða
mönnum frá refilstigum rómantískra skoðana, sem flýja veruleik-
ann og kalla hann kaldgráan, en leita fullkomnunar utan við endi-
mörk hans.
Flest kvæði Jónasar hefjast með lofgerð til náttúrunnar, og furðu
oft gefur þar sólar sýn, jafnt í sorg sem gleði. í erfiljóðum, er hann
orti ungur eftir Guðrúnu Stephensen í Viðey, segir hann svo:
Bláa vegu
brosfögur sól
gengur glöðu skini.
Sérattu söknuð
og sorga fjöld
þeirra, er á landi lifa?
Gróa grös
við geisla þína
liðinna leiðum á.
En þú brosir
og burtu snýr.
Kvöldgustar kula.
Þessi erindi, einkum hið síðara, þykja mér einhver hinn fegursti
kveðskapur, sem tungan á til.
Til vinar sins yrkir Jónas:
Við skulum sól
sömu báðir
hinzta sinni
við haf líta.
Um Bjarna Thorarensen látinn kveður hann:
Skjótt hefur sól brugðið sumri,
því séð hef ég fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri.
Sofinn er nú söngurinn ljúfi
í svölum fjalldölum, o. s. frv.