Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 36
216 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þeir voru hafðir í höndum. Gömul vinnubrögð, beiting fornra am- boða — slíkt varðveita menn nú orðið í öðrum löndum í nákvæm- um lýsingum og myndum, en þó allrahelzt í kvikmyndum. Mér er með öllu ókunnugt bvort nokkuð hefur verið gert á íslandi í þessa átt, en þetta væri eitt skyldasta blutverk Þjóðminjasafnsins; hitt veit ég að erlendir menn hafa orðið til að rannsaka fyrir okkur svo merkilegt atriði íslenzkrar menningarsögu sem torfbæjagerð og torf- kirkna, og er þetta sinnuleysi um svo sjálfsagt íslenzkt verkefni okk- ur til lítillar sæmdar. Þess má geta til fyrirmyndar að Danir hafa ekki alls fyrir löngu hafið samfelldar rannsóknir á fornri alþýðu- menningu sinni meðal bænda, og reka þær á tvennan hátt. Annars vegar ferðast sérmenntaðir menn um, hafa tal af fólki einkum elztu kynslóðunum, mæla gömul hús, taka myndir, safna gripum o. s. frv. Ilins vegar eru teknar saman mjög efnismiklar og smásmugulegar spurningaskrár, sem mönnum eru sendar prentaðar víða unt land. Tvær slíkar skrár eru sendar á ári, og spurt um atriði svo hundruð- um skiptir í hverri; ein snerist um venjur og aðferðir við slátrun, önnur um bakstur, þriðja um heyskap. Sumir hafa að vísu þver- skallazt við að svara, en aðrir hafa reynzt fyrirtaks liðsmenn, og þykir það efni sem fengizt hefur á þenna hátt stórfróðlegt. Um alls konar rannsóknir alþýðumenningar hafa Svíar verið for- gönguþjóð. Stórfellt er safnrit þeirra Svenska landsmál och svenskt folkliv, sem haldið hefur verið úti síðan 1879 og er nú meira en 40 þykk bindi. Það hefur að geyma mállýsingar og málrannsóknir, texta, orðasöfn, þjóðsögur, þulur, stökur, þjóðlög, þjóðtrú, venjur, málshætti, örnefni o. s. frv. Þaulæfðir rannsóknarar og vísindamenn hafa safnað miklum hlut efnisins og búið til prentunar. Þegar þess er enn fremur gætt að Svíar hafa á þessum árum gefið út fjölda annarra rita um þessi fræði, mun óhætt að spá að þeir muni seint verða sakaðir um að hafa ekki borgið því sem borgið varð. Því miður óttast ég að dómurinn verði öðruvísi um vora þjóð, en þó er ekki allt úrtímis enn. 7. Meðal nágrannalandanna hefur ísland sérstöðu að því leyti að við reynum eftir föngum að láta í ljósi erlend hugtök nútímans nteð orðunt af innlendum stofni, í stað þess að gleypa aðkomin orð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.