Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUSKOÐARINN OG SKÁLDIÐ
197
skyldi enginn ætla, að það sé kveðið til þess að níða þá, heldur er
hlutverk þess hitt að vekja athygli þjóðarinnar á óbyggðum lands-
ins, fegurð þeirra, fjarlægð og tign. Þetta kvæði og önnur af sama
tagi eru landslýsing í æðra veldi en öll fræðirit, því að það orkar á
tilfinningar manna, talar til þess, sem er hjarta voru næst. Og þó
hefur það skapazt í huga skáldsins við vísindalegt starf og hyggju
náttúruskoðarans. Þessu má aldrei gleyma, er vér metum ævistarf
Jónasar Hallgrímssonar. Hann gaf oss þrátt fyrir allt þá Iandslýs-
ingu, sem vér munum lengst minnast og njóta, gaf oss hana af gnægð
vizku sinnar og hjarta, þrátt fyrir skammlífi, heilsubrest og harma.
Fyrir 100 árum luktust aftur augu Jónasar Hallgrímssonar úti á
Friðriksspítala í Kaupmannahöfn, hin stóru, dökku augu, sem höfðu
drukkið fegurð Islands og horft á hátign þess með dýpra skilningi
og ríkari gleði en önnur öll. Þannig slitu nornirnar örlögþræði hans
þennan maímorgun. Menn ræða um það og rita að reisa Jónasi
minnisvarða eða flytja duft hans heim, og ljóð hans eru gefin út af
miklum dugnaði. En er ekki sá minnisvarðinn veglegastur, sem vér
reisum honum í hugum sjálfra vor og barna vorra með því að kosta
kapps um það að kynnast kvæðum hans og hugðarefnum, kynnast
þessu ægifagra landi, eins og hann, njóta þess, eins og hann, unna
því, eins og hann.
(Útvarpserindi, flntt sunnud. 27. maí 1945)