Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 72
252
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og niður. Sá, sem af langmestum þrótti talaði fyrir trúarbragða-
frelsi, var Gísli Brynjólfsson. Hann hélt snjalla ræðu í málinu, sem
enn má lesa sér til ánægju, og er þá auðheyrilega rnikið eftir af
frelsismanninum frá 1848. En um bænaskrá Þingeyinga er það að
segja, að hún var felld að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu tuttugu
nei, en aðeins þrír já. Það voru, auk Gísla, Jón Guðmundsson rit-
stjóri Þjóðólfs og Jón Hjaltalín landlæknir.
A þessum áruin þegar Gísli sat á þingi, tók að óvingast með hon-
um og Jóni Sigurðssyni. Leiddi sú óvinátta til fullkomins fjand-
skapar, sem enlist meðan þeir lifðu háðir. Meðal annars deildu þeir
hatrammlega í dönskum blöðum, aðallega um íslenzk stjórnmál, og
er það sannast sagna, að Gísli varð hinum íslenzka málstað mjög ó-
þarfur maður.
Út af þessum vopnaskiptum lögðu margir íslendingar fæð mikla
á Gísla. Vinir og samherjar Jóns Sigurðssonar voru honum æva-
reiðir, töldu hann liðhlaupa og svikara, og íslenzkir námsmenn í
Kaupmannahöfn forðuðust hann flestir líkt og skæðan sýkil. Þegar
Gísli fékk loks kennaraembætti í íslenzkri sögu og bókinenntum við
Hafnarháskóla árið 1874, var á það litið sem umbun fyrir svikin.
Af þessum sökum öllum fjarlægðist Gisli landa sína, gerðist ein-
rænn og stirður í skapi. Þó kemur það fram í bréfum hans nokkr-
um, sem til eru, að undir hinni hversdagslegu grímu og hraunskorp-
unni á ytra borði, logaði í gömlum kolum, — glæðunum frá frels-
iseldi æskuáranna. Hinn 18. júlí 1866 skrifar Gísli Jóni háyfirdóm-
ara Péturssyni á þessa leið:
„Margt hefur nú við borið síðan ég seinast skrifaði yður, og það
heldur stórkostlegt, því á þeim stutta tíma hefur sex hundruð ára
gamalt keisararíki verið eyðilagt með undarlegum hraða og snar-
ræði. Þetta var að vísu maklegt, en þó ber slíkt ei oft við, og er nú
vonandi, að allt fari héðan af að snúast til batnaðar í Norðurálf-
unni, ef Habsborgarætt verður svipt þeim völdum, sem hún hefur
aldrei brúkað nema til ills, og hefur henni þó haldizt það uppi nógu
lengi. En einhvern tíma verður þó öll lygi að hafa enda og sannleiki
og alvara að byrja að komast fram; það lítur nú út sem þessi tími
sé kominn þar fyrir sunnan, ég vildi, að sama mætti segja hjá okkur
á íslandi og hér, en þar er ég því miður hræddur um að hégóma-