Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 37
VERKEFNI ÍSLENZKRA FRÆÐA 217 með húð og hári. Þessi málstefna á sérstakar rætur, sem ekki er þörf að rekja hér. Hún var eðlileg meðan þorri landsmanna var hændur og húalið, en í þjóðfélagi með sundurgreindum stéttum og ýmiss konar sérfræðingum verður henni ekki haldið til streitu. Samt er þessi viðleitni nú svo ásköpuð orðin máli voru að hún hlýtur að halda áfram að mega sín mikils einnig framvegis. Það er mikil furða að öll íslenzk málvernd hefur allt fram á þenna dag mátt heita eftirlitslaus og miðstöðvarlaus og undirorpin geðþótta hvers einstaks höfundar. Þetta skapar glundroða sem horfir til vandræða. Menn smíða orð, oft og líðum án þess að vita nema einhver liafi áður glímt við að íslenzka sama hugtak og ef til vill fundið á því viðhlítandi lausn. Eða tveir menn nota sama nýyrð- ið í mjög ólíkum merkingum, af því að festuna vantar. Okkur væri hin mesta þörf á málræktarstofnun i einhverri mynd. Eðlilegt væri að hugsa sér hana sem nefnd nokkurra (t. d. fimm) manna, sem annaðhvort væru málfróðir eða málhagir, eða helzt hvorttveggja. Nefndin hefði fastan ritara, sem annaðist þá söfnun orða og skrásetningu sem þörf væri á. En hlutverk þessarar stofn- unar skyldi vera að athuga í hverjum greinum orðaforða íslenzkrar tungu er lielzt áfátt og ráða bót á*því eftir föngum. Hún ætti ekki aðeins að safna þeim nýyrðum sem þegar hafa verið gerð, velja úr þeim og hafna, samræma þau og festa merkingar þeirra, heldur skyldi hún einnig eiga upptök að sköpun fleiri nýyrða, að svo miklu leyti sem nauðsyn þætti. Enn fremur ætti hún að leggja á ráð hver orð af erlendum stofni skyldu tekin upp í ritmál vort, hvernig þau skyldu stafsett og hvernig beygð. Nefndin skyldi senda orðaskrár ásamt greinargerð ýmsum tillögugóðum mönnum, og að fengnu og íhuguðu áliti þeirra yrði gengið frá skránum til hlítar og þær birtar í fullnaðargerð sinni. Að þvílíku starfi mundi íslenzku máli bráð- lega verða hinn mesti styrkur. Þögn eyknr jmngan móð, jiví er liún ekki góð. 8. Þegar Fjölnir lióf göngu sína fyrir ellefutíu árum virtist Tóm- asi Sæmundssyni að það sem hamlaði íslenzku þjóðinni væri „ekki sízt viljabrestur, áræðisleysi og í sumu vankunnátta.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.