Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 19
JÓN HELGASON: Verkefni íslenzkra fræða 1. Hverjar kröfur þykir nú á tímum sjálfsagt að gera um vísinda- starfsemi menningarþjóðar? Framar öllu að hún leggi fram aðal- skerfinn til rannsókna á þeim efnum sem henni standa næst, á tungu- máli sínu og bókmenntum, sögu sinni og náttúru lands síns. Sú þjóð er ekki fullgild menningarþjóð sem annaðhvort brestur mannafla eða treystir sér ekki að veita til fjármagn að reka slíkar rannsóknir á fastan og skipulagðan hátt. í annan stað mun varla þykja sæma nútímaþjóð innan hins vestræna menningarsviðs að vera alveg af- skipt allri vísindastarfsemi í greinum sem þar mega teljast sameigin- legur arfur, svo sem tungum og bókmenntum þeirra landa sem helzt hafa borið þessa menningu uppi að fornu og nýju. Við getum sökum mannfæðar ekki borið okkur saman við neina þjóð aðra sem reyni að halda uppi sjálfstæðu menningarlífi með bókmenntum, vísindum og samfelldu skólakerfi, allt upp í háskóla. Okkur væri eflaust hollt og gagnlegt ef við hefðum aðra þjóð álíka stóra með svipaðri viðleitni að jafna okkur við, og gæti orðið lær- dómsríkt á báða bóga; en því er ekki að heilsa. Eg þykist vita að ekki muni okkur láð fyrst um sinn þó að við séum heldur athafna- litlir um síðara liðinn sem eg nefndi, og væri þó menntalífi þjóðar- innar ómetanlegur styrkur að eiga einhverja starfandi kunnáttumenn sem ættu aðalsjóndeildarhring sinn utan hins íslenzka sviðs. Aftur á móti tjáir ekki annað en að íslenzkir menntamenn haldi afdráttar- laust og miskunnarlaust fram þeirn kröfum að ekkert verði tilsparað að láta þá starfsemi sem ég gat um í fyrra lið þrífast og blómgast. Ef það merki verður ekki reist hátt eða verði það nokkru sinni látið niður falla, erurn við ekki í tölu fullgildra þjóða. Það vill nú svo til um okkur, fremur en marga aðra, að þessar fræðigreinar eru ekki aðeins okkur sjálfum mikilvægar, heldur stundum við þær einnig öðrum þjóðum í vil. íslenzkt fornmál og ís- lenzkar fornbókmenntir skipar hvorttveggja svo veglegan og ein- stæðan sess, að rannsóknum þessara viðfangsefna er gaumur gefinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.