Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 39
HALLDÓR KILJAN LAXNESS:
UM MAXÍM GORKÍ
Útvarpserindi á tíundu ártíð lians, 18. júní, 1945
Eg hef ekki viljað láta hjá líða með öllu að nefna í dag nafn þess
manns meðal skálda heimsins, sem átti, altþartil rödd hans brast,
fleiri eftirvæntíngarfulla og þakkláta ldustendur víðsvegar á heims-
krínglunni en nokkurl annað skáld. Þetta var höfuðskáld öreiga-
stéttarinnar rússnesku Maxím Gorkí, sem á síðustu æviárum var
jafnt utan síns ættlands sem innan óumdeilanlega orðinn öndvegis-
maður í hópi þeirra skálda, sem gert höfðu líf fátækra manna og
stríð verkalýðsins að yrkisefni sínu, auk þess sem hann var í hópi
mestu listamanna sinnar samtíðar. I dag er tíunda ártíð hans. Það
er líka alveg sérstök ástæða til að nefna nafn lians á þessum tíma-
mótum, þegar hinir grimmu herir fasista hafa verið lagðir að velli í
Evrópu, því það var einmitt Maxím Gorkí, sem á þeim dögum fyrir
10—15 árum, auðkendum af undanlátsemi borgaralegs lýðræðis
við fasismann, dögunum meðan þetta stjórnarfyrirkomulag var að
festast í sessi víða um lönd, var hrópandans rödd; meira að segja
sneri hann að miklu leyti baki við skáldskapnum til að helga líf sitt
þeirri baráttu, sem spámannleg skygni lians sagði honum að geingi
fyrir öllu öðru, þeirri baráttu sem borgaraleg ríki létu sér þá fátt
um finnast, en allur heimurinn hefur á síðan feingið að reyna að ein
var nauðsynleg: baráttunni gegn fasismanum. Mikið af starfskröft-
um lians síðustu árin fór í að undirbúa hugi verkalýðs og menta-
manna, bæði heima hjá honum og svo víðsvegar um lönd, undir það
heimsstríð sem veldistaka fasista í Þýzkalandi hlaut að tákna.
Maxím Gorkí gerðist — eða réttara sagt varð af sjálfu sér — for-
ustumaður hinnar alþjóðlegu hreyfíngar andfasista. Og það var liðs-
maður í þessu stríði sem hann var borinn banaráðum af erindrekum
fasista innan Sovétrússlands, fimtu herdeildinni rússnesku, sem
„gerð var upp“ þar í landi í hinum miklu réttarhöldum gegn blökk