Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 81
FRÁ HEIMSRÁÐSTEFNU VERKALÝÐSFÉLAGANNA
251
í ljúfa löð. Ráðslefnan starfaði hindrunarlaust af miklu kappi á
skipulagsbundinn hátt.
Fundarmenn hlustuðu með náinni athygli og gerðu góðan róm að
ræðum fulltrúanna frá verkalýðsfélögum Sovétríkjanna, V. V. Kuz-
netsov, Tarasov, Markov, Belajeva og annarra.
Stríðs- og stjórnmálafréttir vöktu talsverða hrifningu meðal fund-
armanna: Og það voru líka stórfréttir: sigrar Rauða hersins og
Krím-ráðstefnan.
Ályktanir voru ræddar og samþykktar einróma um jafn mikil-
væg efni eins og hlutdeild verkalýðsfélaganna í styrjaldarrekstri
sameinuðu þjóðanna, afstöðuna til friðarskilmálanna og kröfur
verkalýðsstéttarinnar eftir stríðið. Mestar deilur urðu um myndun
nýs Alþjóðasambands verkalýðsfélaga, en jafnvel fyrsta daginn kom
hugur fundarmanna um þetta atriði í ljós í fyrstu ræðunum. Þessir
menn höfðu safnazt saman í þeim tilgangi að styðja af alefli sam-
vinnu verkalýðsins í lýðræðislöndunum í stríði jafnt sem friði.
Til þess höfðu þeir mælt sér mót í Lundúnum hvaðanæva úr ver-
öldinni. Hér voru fulltrúar frá hinu norðlæga íslandi og frá Suður
Afríku. Ástralíumenn höfðu ferðazt tuttugu og þrjá daga til að ná
hingaö. Hér voru fjörutíu menn og konur, fulltrúar luttugu og fimm
milljóna Sovétverkafólks. Hér voru franskir verkalýðsfulltrúar, sem
höfðu daginn áður verið að berjast við þýzku innrásarmennina. Hér
voru Spánverjar, sem fasistarnir höfðu gert útlæga frá föðurlandi
þeirra; en þeim hafði þrátt fyrir allt tekizt að halda sambandi við
leynihreyfingu stríöandi verkamanna. Þarna voru Ameríkumenn,
sem voru þess meðvitandi, að þær sex milljónir verkamanna, sem
eru í Iönhreyfingunni, eiga fyrir sér að verða mikið vald í pólitík
og félagsmálum Bandaríkjanna. Allt þetta fólk hafði komið til ráð-
stefnunnar með því skýra og fasta áformi að gera áætlun um verk-
efni og kröfur verkalýÖsstéttarinnar í næstu framtíð og að leggja
hornsteininn að nýju og virku Alþjóöasambandi, sem væri baráttu-
tæki fyrir verkalýðinn.
Tilraunum, sem gerðar voru af vissum hóp manna, og þá sérstak-
lega ensku fulltrúunum, til að takmarka verksvið ráðstefnunnar
með því að gera hana aðeins ráðgefandi, . var vísaö mjög ákveðið
á bug af fundarmönnum. Það var tilgangslaust af herra Walter