Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 107
UMSAGNIR UM BÆKUR
287
ICELAND AND THE ICELANDERS by Helgi 1>.
Briem. Color Photography by Vigfús Sigurgeirs-
son. Útgefandi: John Francis McKenna Company,
Maplewood, New Jersey 1945. 96 bls.
Það er ekkert álitamál, að aðalræðismaður okkar í New York, dr. llelgi P.
Briem, hefur unnið hið ágætasta verk og jafnframt bætt úr brýnni þörf með
því að rita á enska tungu þessa gagnorðu, glöggu og fjörlegu lýsingu á Islandi
og íslendingum. Honum hefur tekizt að gefa greinargott og fróðlegt yfirlit um
sögu lands og þjóðar í stuttu rnáli, en segja í sömu andránni vel og skemmti-
lega frá sérkennum íslenzkrar náttúru, veðráttu, jurtagróðri og dýralífi. Bókin
er einnig mjög vönduð að ytra frágangi og prýdd miklum fjölda góðra ijós-
mynda, sem flestar eru litprentaðar. Þetta er bezta og glæsilegasta landkynn-
ingarbók okkar, sem ég hef séð.
Ó. J. S.
Geir Gígja: MEINDÝR í HÚSUM OG GRÓÐRI
OG VARNIR GEGN ÞEIM. — Reykjavík 1944.
Útgefandi Jens Guðbjörnsson.
A sJ. 5 árum hefur meira bókaflóð streymt yfir íslenzku þjóðina en nokkru
sinni fyrr. En jafnframt því hefur aldrei fyrr birzt á íslenzku jafnmikið af
gagnmerkum bókum á svo skömmum tíma. Þó er vafamál, að þjóðarlteildin
liafi enn fyllilega áttað sig á því, hve mikil verðmæti slíkar bókmenntir hafa
að geyma. Margt stendur í vegi: tortryggni, seinlæti og getuleysi. En þetta þarf
að breytast. Oss er lífsnauðsyn að fylgjast vel með útgáfu allra ltinna merkari
bóka, sér í lagi alþýðlegra vísinda- og fræðirita, er beint og óbeint snerta dag-
leg störf vor og lífsafkomu.
Unt eina af þessum bókum langar mig tii að fara nokkrum orðum, en það
er bókin Meindýr í húsum og gróðri eftir Geir Gígja kennara í Reykjavík. Tel
ég þessa bók standa svo framariega í röðinni, að ekkert heimiii á landinu hefur
efni á því að eiga hana ekki.
Efni bókarinnar er þannig raðað í 5 kafla:
I. Inngangur. Þar er fyrst og frmst lýst þeim tækjum, sem nauðsynleg eru
við söfnun, ákvörðun og geymslu skordýra. í öðru lagi er megin-ákvörðunar-
iykill til þess að geta þekkt meindýr. Og loks skýringar á skammstöfunum, er
fyrir koma í bókinni o. fl. Þessum kafla fylgir lítið Islandskort, er sýnir lands-
hlutaskiptingu.
II. Skaðleg skordýr í húsum og gróðri. I þessum kafla, sem nær yfir megin-
liluta bókarinnar eru skordýrin flokkuð með vísindalegri nákvæmni og fylgir
glöggur greiningarlykill bæði ættbálkum og ættum; en jafnframt því er skýr