Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 73
GÍSLl BRYNJÓLFSSON 253 þvaðrið og hin falska föðurlandsást, sem þeir kalla, verði enn nokkra stund ofaná!“ í öðru bréfi til Jóns Péturssonar fjallar Gísli um Islandsmálin og deilur sínar við Jón Sigurðsson. Þar spyr hann þessarar spurning- ar: „Hver óskar fremur en ég, að öll valdstjórn íslands verði flutt heim sem allra fyrst?“ En hann segir ennfremur í sama bréfi, að með einhverju móti þurfi að binda enda á hið ófrjóa þref við Dani, svo að menn geti snúið sér að umbótum í landinu sjálfu. Hins láist honum að geta, að frumskilyrði þess, að umbætur gætu orðið í landinu, var að koma stjórnarbótinni í framkvæmd. 5 Til eru bréf nokkur, sem farið hafa á milli Gísla Brynjólfssonar og Benedikts Gröndal, fjögur seinustu árin sem Gísli lifði. Benedikt og Gísli höfðu verið vinir góðir að fornu fari, en síðar fyrntist yfir kunningsskapinn. í ársbyrjun 1884 tók Gröndal sig til og skrifaði Gísla bréf, sem nú er glatað, en með því hófust bréfaskipti þeirra að nýju. Svarbréf Gísla hið fyrsta, er að ýmsu merkilegt og bregður nokkru ljósi yfir manninn. Það hefst með þessum orðum: „Benedikt! Nú er ég orðinn svo gamall, sem á grönum má sjá, en þó er enn nokkuð eftir af því æskufjöri í mér, sem við báðir höfðum í Bessa- staðaskóla og víðar annars staðar. Mér hefur því lengi ei þótt vænna um nokkuð en bréf þitt fyrir fáum dögum, síðan ég í haust fékk jafngott bréf frá Grími Thomsen. Það gladdi mig því fremur sem ég fyrir löngu er orðinn því svo vanur, að vera einmana „fyrirlitinn af öllum“, sem þeir segja íslands-kapparnir og „föðurlandsvinirnir“ miklu, að mér kemur ekkert illt á óvart lengur, en miklu fremur hitt, sem gott er, — en þá tek ég því lika með þökkum og glaðna heldur við.“ Svipaðar hugsanir og jafnvel nærri sömu setningarnar koma fram hjá Gísla í bréfi til Gröndals, er hann ritaði skömmu fyrir dauða sinn. Þar segir: „Eg þakka þér tilskrifið. Það eru ekki svo margir á íslandi sem muna eftir mér og þá sízt til að senda mér vinarkveðjur. En þótt ég sé nú orðinn svo gamall, sem á grönum má sjá, þá hlýnar mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.