Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 74
254
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
jafnan þegar ég fæ slík bréf heiman af landinu mínu gamla. ís-
lendingar liafa löngum dæmt mig þungt og borið mér margt á brýn.
En ekki veit ég, hvort sumum þeim, sem mest hafa glamrað með
orð eins og föðurlandsást, hafi þótt vænna um ættland sitt eða
viljað þjóðinni betur en ég.“
Svo mælir Gísli að leiðarlokum, og má margt út úr þessum orð-
um lesa. Einkum eru þau þó vottur einmanaskapar þess, sem hann
átti við að búa mestan hluta ævi sinnar. Kemur það og skýrt í ljós
í orðum Benedikts Gröndal um Gísla, en Gröndal er þar ekkert
myrkur í máli, fremur en hans var venja. Gröndal segir:
„Mun flestum kunnugt, hvernig minnzt var á Gísla af Islending-
um meðan hann lifði, því hann var ónýtur til að skjalla menn upp
og fá sér flokk, eins og sumir geta, og láta dynja yfir sig hrós og
dýrð, þótt þeir í rauninni séu engir föðurlandsvinir. Þeir, sem
þekktu Gísla, vissu bezt, hve heitt hann unni fósturjörð sinni, en
af því hann var á annarri skoðun en Jón Sigurðsson, eða réttara
sagt: óvinur hans, þá var svo sem sjálfsagt að ausa yfir hann ein-
lómu lasti og ónotum, og er það kunnugt, hvernig með hann var
farið í „Islendingafélaginu“, félagi þessu til lítils sóma. I þessu
stríði lá Gísli meginhlula ævi sinnar, og þó að hann í einu varnar-
blaði líkti sér við Gretti, sem var tuttugu ár í sekt, þá stóð sekt
Gísla miklu lengur. Er því eigi kyn þótt hann vrði geðstirður, —
af náttúrunni hið mesta góðmenni og ávallt liinn drenglyndasti
maður og bjálpsamasti. — en hann var ekki laus við sérvizku, eins
og oft kemur fram hjá gáfumönnum, og út af þessu ofannefnda
stríði, sem hann lá alltaf í og alltaf bar lægri hluta í, þá skoðaði
hann allt frá hinni dimmu hlið.“
6
Gísli Brynjólfsson andaðist i Kaupmannahöfn 29. maí 1888 rösk-
lega sextugur að aldri, og mun hafa verið orðinn saddur lífdaga.
Því verður ekki neitað, að Gísli hefur að mörgu leyti verið merki-
legur maður. Gáfurnar voru óvenjulega miklar og lágu á mörgum
sviðum, allsendis óskyldum. En það var svo um Gísla, eins og ýmsa
aðra fjölhæfa menn, sem virðast hvarvetna hafa möguleika til að
setjast á fremsta bekk, að hann vann aldrei þau afrek, sem efni