Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 26
206 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þetta meðan livað eina vantar: greiðlesna texta, samanburð hand- rita, efnisyfirlit og registur. Allrafyrsta verkið sqm vinna þarf er að gera skrár. Handritaskrár bókasafnanna segja að vísu til um hin meiri háttar verk, og rímnaskrá hefur lengi verið í smíðum þótt óprentuð sé enn. En kvæðaskrá er engin til nýtileg, hvorki prentuð né óprentuð. Einu sinni stakk ég upp á því að hafin yrði rannsókn á þessum ókjörum kvæða sem handritin geyrna, og lagði til að há- skólinn greiddi smátt og smátt þeim íslenzkunemum sínum sem skrifandi væru eitthvert gjald til að búa til spjaldskrár þar sem fá mætti fyrstu vitneskju um atriði eins og fundarstaði kvæðanna, upp- höf, erindafjölda, efni og höfund ef nafngreindur væri. Undirtektir urðu engar, enda var þess varla von (tillagan kom fram í Eimreið- inni). Síðar hef ég sjálfur, mér til gamans og hugarhægðar, gert því- lika spjaldskrá yfir efni allmargra kvæðahandrita, og þó harla fárra miðað við allan þann grúa sem til er í söfnum; en þetta getur aldrei orðið eins manns verk, nema hann gæti þá varið til þess öllum tíma sínum árum saman. En ég fæ ekki betur séð en svona skrá sé alveg óhjákvæmileg. Og það er óhjákvæmilegt að halda lengra. Við verð- um að eignast kveðskap og aðrar bókmenntir þessa tíðarskeiðs í einhverri læsilegri og nokkurn veginn aðgengilegri mynd. Við verð- um að fá grundvöll undir rannsóknir og eignast einhverja sérfræð- inga í ritsmíðum þessara myrku alda, ef við ætlum ekki að una við að tímabil þegar margt var samið og mikið ort standi í bókmennta- sögunni eins og opið gímald. Idins vegar hlýtur hverjum kunnugum að ofbjóða að hugsa til prentunar á þessum kynstrum. Því að það er á allra vitorði að þó að þessar bókmenntir séu einkennilegar og merkilegar á sína vísu og eigendum þeirra ekki sæmandi að láta þær liggja vanhirtar, þá eru þær á engan hátt hávaxnar né glæsilegar. Hugarheimurinn er okkur annarlegur, skáldskapurinn yfirleitt úr- eltur og á ekki erindi til fólks lengur, nema dálítið úrval; og við þurfum í mörg horn að líta í menningarbaráttu okkar. Mér hefur þá flogið í hug hvort ekki mundi hagfelldast að byrja á því að gera „óprentaðar útgáfur“, í líkingu við það sem gert var hér í Kaup- mannahöfn fyrir 70 árurn við kvæði Færeyinga. Þá mætti vélrita í nokkurum eintökum aðaltexta, ef tiltök væru með helzta orðamun annarra handrita, þannig að eintök gætu orðið til á fáeinum bóka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.