Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 77
N. SERGEYEVA: Frá lieimsráðstefnu verkalýðsfélaganna (Það sem fyrir augun bar í Lundúnum) Á þeim stað, þar sem göturnar Fleet Street, hið fremur þrönga stræti ensku dagblaðanna, og Strand, sem er mikið verzlunarhverfi, mætast, liggur litið sund kallað Norfolk-stræti niður á hina stór- fenglegu Thames-bakka. Þarna rétt við Thames stendur Howard- hótelið, annars flokks gistihús, með þrönga dúklagða stiga og lítil en snotur herbergi. I nokkrar vikur beindist forvitni manna að þessu gistihúsi. Hér settist sendinefndin frá Verkalýðsfélögum Sov- étríkjanna að, meðan á heimsráðstefnu verkalýðsfélaganna stóð. Koma fjörutíu og tveggja sovétborgara var alveg reiðarslag fyrir hina ævafornu ró enska gistihússins. Tómlátir, rosknir karlmenn, sem sátu makindalega í hægindastólum í anddyrinu yfir dagblöð- um sínum, athuguðu félaga okkar með talsverðum áhuga, er þeir þyrptust saman til að ræða tilhögun dagsins. Konur með uppgerðar- brosi á góðlegum andlitunum horfðu með ósvikinni forvitni gegn- um glerhurðina á litlu borðstofunni, sem ætluð var sovétgestunum. Lyftudrengirnir, prýðilegir Lundúnagosar, með kringluleit, ákefð- arleg andlit, brostu út að eyrum, um leið og þeir horfðu rannsak- andi á rússnesku stúlkurnar og karlmennina, og höfðu strax á þriðja degi lært að segja á rússnesku: „Dobroje utro“ og „pjati etazh“ („góðan daginn“ og „fimmta hæð“). Geysistór, tvíhæða strætisvagn, rauðskjóttur að Iit og þakinn auglýsingum, nam á hverjum morgni staðar við fordyri Howard- gistihússins, og snotur farmiðastúlka í stífpressuðum síðbuxum spurði með inikilli þolinmæði einn þeirra, sem gátu talað ensku, hvert skyldi halda þennan daginn. Vegfarendurnir á hinu fáförula, kyrr- láta Norfolkstræti litu forvitnislega um öxl á strætisvagninn, sem stundum ómaði af röddum „Farvel mín kæra borg“, en það var eftirlætislag fulltrúanna okkar, þegar þeir óku um götur Lundúna- 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.