Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 77
N. SERGEYEVA:
Frá lieimsráðstefnu verkalýðsfélaganna
(Það sem fyrir augun bar í Lundúnum)
Á þeim stað, þar sem göturnar Fleet Street, hið fremur þrönga
stræti ensku dagblaðanna, og Strand, sem er mikið verzlunarhverfi,
mætast, liggur litið sund kallað Norfolk-stræti niður á hina stór-
fenglegu Thames-bakka. Þarna rétt við Thames stendur Howard-
hótelið, annars flokks gistihús, með þrönga dúklagða stiga og lítil
en snotur herbergi. I nokkrar vikur beindist forvitni manna að
þessu gistihúsi. Hér settist sendinefndin frá Verkalýðsfélögum Sov-
étríkjanna að, meðan á heimsráðstefnu verkalýðsfélaganna stóð.
Koma fjörutíu og tveggja sovétborgara var alveg reiðarslag fyrir
hina ævafornu ró enska gistihússins. Tómlátir, rosknir karlmenn,
sem sátu makindalega í hægindastólum í anddyrinu yfir dagblöð-
um sínum, athuguðu félaga okkar með talsverðum áhuga, er þeir
þyrptust saman til að ræða tilhögun dagsins. Konur með uppgerðar-
brosi á góðlegum andlitunum horfðu með ósvikinni forvitni gegn-
um glerhurðina á litlu borðstofunni, sem ætluð var sovétgestunum.
Lyftudrengirnir, prýðilegir Lundúnagosar, með kringluleit, ákefð-
arleg andlit, brostu út að eyrum, um leið og þeir horfðu rannsak-
andi á rússnesku stúlkurnar og karlmennina, og höfðu strax á þriðja
degi lært að segja á rússnesku: „Dobroje utro“ og „pjati etazh“
(„góðan daginn“ og „fimmta hæð“).
Geysistór, tvíhæða strætisvagn, rauðskjóttur að Iit og þakinn
auglýsingum, nam á hverjum morgni staðar við fordyri Howard-
gistihússins, og snotur farmiðastúlka í stífpressuðum síðbuxum
spurði með inikilli þolinmæði einn þeirra, sem gátu talað ensku, hvert
skyldi halda þennan daginn. Vegfarendurnir á hinu fáförula, kyrr-
láta Norfolkstræti litu forvitnislega um öxl á strætisvagninn, sem
stundum ómaði af röddum „Farvel mín kæra borg“, en það var
eftirlætislag fulltrúanna okkar, þegar þeir óku um götur Lundúna-
17