Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 53
GRAFIÐ LJÓÐ
233
eftir Poe. Ég veit, að kvæðið mitt var ágætt, þótt ég geti ekkert úr
því munað. Það er ekki mér að þakka, ég orti það ósjálfrátt. En
ég man ennþá hrifninguna, hún var ósvikin, ég hef reynt það á
kvæðum annarra.
Ég er nú að deyja. Mig langar til að biðja þig bónar. Þessa sögu
hef ég engum sagt nema þér, og ég treysti þér. Þótt þú værir ódæll
og færir frá okkur, án nokkurs tilefnis að kalla, fannst mér ég skilja
þig. Enda brást ég þér ekki.
Síður en svo, stundi ég þakksamlega og síundrandi.
Þú átt það víst allt að þakka þessu undraveröa kvæði, brosti hann
næstum. Einhvers konar samábyrgð lét mig halda verndarhendi yfir
þér. Þú fyrirgefur, þótt ég noti verzlunarmálið, mér er það tamast.
En bónin er, að þú farir á fund stúlkunnar og fáir hjá henni kvæðið.
Ahrif þess og minning stúlkunnar hafa fylgt mér gegnum lífið eins
og englar. — Mig langar til að lesa kvæðið áður en ég dey og vita
hvernig það er í raun og veru. Nú orðið er það sem eins konar fyrir-
heit eftir þrotlaust stríð langrar ævi, það er orðið að meinloku hjá
mér að fá að njóta einu sinni enn sömu hrifningarinnar og þá, og
helzt deyja í henni.
Augu hans voru orðin glóandi, og ég óttaðist, að honum mundi
elna sóttin við þessa hræringu geösmunanna. En hvernig átti ég að
sefa hann?
Þú hefur víst aldrei haldið mig neinn andans mann, liélt hann
áfram ögn daprari, enda er ég það ekki, en ég hef þá trú, að í lífi
hvers hugsandi manns sé eitthvert háleitt sjómerki, sem gnæfi yfir
öldutoppa hversdagsleikans, hjá sumum er það einhver hugsjón til
heilla öllu mannkyninu, hjá öðrum eru það börn þeirra, framtíð og
fullkonmun. Hjá mér er það þetta Ijóð, sem varð til fyrir mikla ást,
að vísu í meinum, en þó jafnréttháa og lagaleg ást.
Þig furðar á því, hvernig ég tala, eins og talað er í iila sömdum
skáldsögum, eða eins og móðursjúkar konur tala. En þú hefur ekki
enn komizt eins nálægt dauðanum og ég. Þegar hann er á næstu
stráum, breylist allt, þá hverfa allar reglur og öll feimni. Ég hef ekki
kallað þig á minn fund til að tala um hversdagslega hluti, heldur til
að biðja þig mikilsverðrar bónar. Og til þess að þú skiljir bón mína,
lyfti ég til hliðar tjaldi sálar minnar.