Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 55
GRAFIÐ LJÓÐ 235 Tíminn er búinn, sagði hún með sama dauðarítúalinu. Ég varð öskuvondur fyrir hönd gamla skáldsins. Meira vorkunn- leysi beið hans varla hjá manninum með ljáinn en þær kaldrana- legu reglugerðir klukku og annarrar fávizku, sem eitrað höfðu líf þessa mikla elskhuga. Í hálfa öld hafði hann rekið arðbæra kaup- sýslu, samkvæmt setturn reglum, og lifað heimilislífi, sem saman- stóð af eintómum reglugerðum hins þröngsýnasta harðstjóra, og í hjarta sínu hafði hann alla tíð borið óhamingjusama ást, og ilmur hins göfugasta skáldskapar fyllti huga hans daglega. Mannlegt eðli er undarlegur myrkviður, lof sé hinum skipulagslausa skapara, ann- ars hefði ég aldrei lifað þetta ævintýri. Ég kvaddi gamla kaupmanninn og endurgalt hjúkrunarkonunni fyrirlitlegt augnaráð hennar og fór án þess að votta frú Alvöru hollustu mína, enda var mér ekki boðið upp á það. En illkvittni minni var skemmt. Ég hafði komizt að því, að hinn skúfbundni eig- inmaður hennar hafði blekkt hana alla ævi og lifað í öðrum heimi en hún hafði markað honum. Nú þóttist ég skilja, vegna hvers hann hafði óttalaus styrkt mig, eftir að ég fór frá þeim: Það var ráð- stjórn andans, bræðralag listarinnar, sem hafði gert uppreisn gegn afturhaldi og efnishyggju frúarinnar. Ég lengdi nef mitt eins og ég gat í áttina til stofudyra hennar. Næsta morgun fór ég að reka erindi mitt. Eftir nokkrar fyrir- spurnir hafði ég upp á konunni í Keflavík. Hún var ekki miklu yngri en unnusti hennar, gamli kaupmaðurinn. Ekki var hún eins fjáð og hann, og afrek hennar voru á aðra vísu en hans: sextán barna amma. Hún var nú til heimilis hjá einum syni sínum, sjó- manni. Og eftir húsakynnunum að dæma þurfti hún ekki að búast við jafn hljóðlátri dauðastund og kaupmaðurinn. Hamingjan má vita, hvort henni hefði auðnazt að deyja ein í rúmi. Ég leiíaði árangurslaust hjá henni að þeirri fegurð, sem kaup- maðurinn hafði lýst fyrir mér. Þótt ég sléttaði úr hinum óteljandi hrukkum andlits hennar, setti í hana nýjar tennur og gæfi hinum sjóndöpru augum hennar glóð æsku og ástar og holdfyllti innsogn- ar kinnar hennar, varð nefið samt skakkt og munnurinn of víður. Hún var tæplega meðalhá og herðar hennar kúptar, en ellin og vinnuþrældómur kunna að hafa afbakað þær. Enn var hún hress
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.