Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 16
196
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þannig kveöur Jónas síðasta nýársdaginn, sem hann lifði. Og þetta
erindi virðist mér ekki aðeins merkilegt fyrir litla eilífðarblómið,
sem Matthías tíndi síðar í þjóðsönginn sinn, heldur hinn annarlega
lífstrega, útrænuna, sem ég gat um áðan. Það er engu líkara en að
skáldið gruni feigð sína og finni hverfulleikann sér við hjartarætur.
íslandslýsingin tengdi Jónas landinu og náttúru þess. Hann hlaut
að hugsa um það, lifa það, njóta þess æ og æ, unz það reis í æðra
ljósi fyrir hugskotssjónum hans. Hann skynjaði sköp þess og rök,
skildi samband þess og þjóðarinnar, naut þess innilegar en nokkur
annar íslendingur fyrr og síðar. Og vissulega lét honum að lýsa því,
þegar hann mátti velja tilfinningum sínum og hugsunum þann hátt,
sem honum var tamastur. Ég gat þess áður, að mér virtust kvæðin
í flokknum, Annes og eyjar, vera skilgetin systkini Islandslýsingar-
innar, en í þessum kvæðum þykir mér list Jónasar rísa hæst.
Uppi undir Arnarfelli,
allri mannabyggð fjær,
— það er eins satt og ég sit hér —
þar sváfu Danir í gær.
Og þegar þeir fóru á fætur,
fengu þeir eld sér kveikt.
Og nú var setið og soðið
og sopið og borðað og steikt.
Okunnugt allt er flestum
inn um þann fjallageim.
Þeir ættu að segja oss eitthvað
frá Arnarfellsjökli þeim.
Hér og i fleiri þessara kvæða leikur Jónas þá list að láta ólík efni
ymja saman, sitt af hvorum streng, og fallast í faðma, líkt og lög
í samstefjum (kontrapunkti) tónskáldanna. Annars vegar gerir hann
sér gaman að umstangi hinna erlendu ferðalanga „uppi undir Arn-
arfelli“ og lætur sér svo títt um þetta, að nærri því má heyra til
þeirra steikarsnark og glasaglaum enn þann dag í dag. — En að
baki þessu liggur auðnin, hin þöglu, ókunnu öræfi, í annarlegum
rökkurblátna, og vaxa að vídd og kynngi við fánýta önn mannanna.
Danir þeir, sem hér áttu í hlut, voru að vísu litlir vinir Jónasar, þó