Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 16
196 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þannig kveöur Jónas síðasta nýársdaginn, sem hann lifði. Og þetta erindi virðist mér ekki aðeins merkilegt fyrir litla eilífðarblómið, sem Matthías tíndi síðar í þjóðsönginn sinn, heldur hinn annarlega lífstrega, útrænuna, sem ég gat um áðan. Það er engu líkara en að skáldið gruni feigð sína og finni hverfulleikann sér við hjartarætur. íslandslýsingin tengdi Jónas landinu og náttúru þess. Hann hlaut að hugsa um það, lifa það, njóta þess æ og æ, unz það reis í æðra ljósi fyrir hugskotssjónum hans. Hann skynjaði sköp þess og rök, skildi samband þess og þjóðarinnar, naut þess innilegar en nokkur annar íslendingur fyrr og síðar. Og vissulega lét honum að lýsa því, þegar hann mátti velja tilfinningum sínum og hugsunum þann hátt, sem honum var tamastur. Ég gat þess áður, að mér virtust kvæðin í flokknum, Annes og eyjar, vera skilgetin systkini Islandslýsingar- innar, en í þessum kvæðum þykir mér list Jónasar rísa hæst. Uppi undir Arnarfelli, allri mannabyggð fjær, — það er eins satt og ég sit hér — þar sváfu Danir í gær. Og þegar þeir fóru á fætur, fengu þeir eld sér kveikt. Og nú var setið og soðið og sopið og borðað og steikt. Okunnugt allt er flestum inn um þann fjallageim. Þeir ættu að segja oss eitthvað frá Arnarfellsjökli þeim. Hér og i fleiri þessara kvæða leikur Jónas þá list að láta ólík efni ymja saman, sitt af hvorum streng, og fallast í faðma, líkt og lög í samstefjum (kontrapunkti) tónskáldanna. Annars vegar gerir hann sér gaman að umstangi hinna erlendu ferðalanga „uppi undir Arn- arfelli“ og lætur sér svo títt um þetta, að nærri því má heyra til þeirra steikarsnark og glasaglaum enn þann dag í dag. — En að baki þessu liggur auðnin, hin þöglu, ókunnu öræfi, í annarlegum rökkurblátna, og vaxa að vídd og kynngi við fánýta önn mannanna. Danir þeir, sem hér áttu í hlut, voru að vísu litlir vinir Jónasar, þó
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.