Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 51
GRAFIÐ LJÓÐ 231 yrkja eftir sig. Það gat hæglega samræmzt reglugerðinni. Prentuð erfiljóð. Gátan var ráðin. Aður en ég vissi af, var ég byrjaður: Krabbann má sízt með sanni sigra nein reglugerð.... Guð almáttugur, ef frú Alvara lieyrði þetta! En ég átti ekki koll- gátuna. Spurning hans stýrði að öðru marki. Hlustaðu á mig, sagði hann með hita í stirðri röddinni. Eg ætla að trúa þér fyrir nokkru. Tíminn er naumur. — Ég kvæntist ungur; hjónaband okkar hefur alla tíð verið fyrirmynd (reglugerð, hugsaði ég og brosti að innanverðu), ég hef alltaf elskað konuna mína og virt hana. Samt féll eitt sinn skuggi á sambúð okkar, og það var sama árið og við giftumst. Ég var heimskur og óreyndur (ótaminn, Ieiðrétti ég í huganum). Hjá okkur var ung stúlka vinnukona, hún var mjög fríð og glaðværari en nokkur stúlka önnur, sem ég hef þekkt. Við vissum það bæði, þegar við sáumst fyrst, að okkur leizt vel hvoru á annað. En hún var heiðvirð stúlka, og ég reyndi að vera heiðvirður líka, nýkvæntur maðurinn. En glaðværð hennar hafði einhver ölvandi áhrif á mig, ég missti stjórn á sjálfum mér og kyssti stúlkuna einu sinni inni í dagstofunni. Konan mín kom inn rétt á eftir, hún sá ekki það sem gerðist, en eins og þú munt kannast við, er sem hún viti allt. Við stúlkan vorum líka sjálfsagt eitthvað undar- leg í fasi, þegar konan mín kom svona óvænt að okkur. Það var til- gangslaust fyrir mig að þræta, og konan gerði það eina sem við átti (samkvæmt reglugerð númer. . . jú), hún rak stúlkuna úr vist- inni. Mér féll þetta ákaflega þungt. Ég gat ekki sofið um nóttina, en þorði ekki á fætur af ótta við að konan vaknaði. Undir morgun festi ég blund, en glaðvaknaði fljótt aftur, og þá — kom fyrir mig dálítið atvik, sem komið hefur sjálfsagt oft fyrir þig og þá, sem eru skáld, en mér var það hrein opinberun, sem aldrei hefur vitjað mín síðan. Hann tók sér ofurlitla málhvíld og horfði sársaukafullum augum út í tómið ( ef til vill hefur krabbinn verið að minna á tilveru sína). En í augnaráði þessa gulleita, deyjandi gamalmennis var líka ein- hver glóð, sem ég átti ekki von á hjá fullhörðnuðum kaupsýslu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.