Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 51
GRAFIÐ LJÓÐ
231
yrkja eftir sig. Það gat hæglega samræmzt reglugerðinni. Prentuð
erfiljóð. Gátan var ráðin. Aður en ég vissi af, var ég byrjaður:
Krabbann má sízt með sanni
sigra nein reglugerð....
Guð almáttugur, ef frú Alvara lieyrði þetta! En ég átti ekki koll-
gátuna. Spurning hans stýrði að öðru marki.
Hlustaðu á mig, sagði hann með hita í stirðri röddinni. Eg ætla
að trúa þér fyrir nokkru. Tíminn er naumur. — Ég kvæntist ungur;
hjónaband okkar hefur alla tíð verið fyrirmynd (reglugerð, hugsaði
ég og brosti að innanverðu), ég hef alltaf elskað konuna mína og
virt hana. Samt féll eitt sinn skuggi á sambúð okkar, og það var
sama árið og við giftumst. Ég var heimskur og óreyndur (ótaminn,
Ieiðrétti ég í huganum). Hjá okkur var ung stúlka vinnukona, hún
var mjög fríð og glaðværari en nokkur stúlka önnur, sem ég hef
þekkt. Við vissum það bæði, þegar við sáumst fyrst, að okkur leizt
vel hvoru á annað. En hún var heiðvirð stúlka, og ég reyndi að vera
heiðvirður líka, nýkvæntur maðurinn. En glaðværð hennar hafði
einhver ölvandi áhrif á mig, ég missti stjórn á sjálfum mér og kyssti
stúlkuna einu sinni inni í dagstofunni. Konan mín kom inn rétt á
eftir, hún sá ekki það sem gerðist, en eins og þú munt kannast við,
er sem hún viti allt. Við stúlkan vorum líka sjálfsagt eitthvað undar-
leg í fasi, þegar konan mín kom svona óvænt að okkur. Það var til-
gangslaust fyrir mig að þræta, og konan gerði það eina sem við
átti (samkvæmt reglugerð númer. . . jú), hún rak stúlkuna úr vist-
inni.
Mér féll þetta ákaflega þungt. Ég gat ekki sofið um nóttina, en
þorði ekki á fætur af ótta við að konan vaknaði. Undir morgun
festi ég blund, en glaðvaknaði fljótt aftur, og þá — kom fyrir mig
dálítið atvik, sem komið hefur sjálfsagt oft fyrir þig og þá, sem eru
skáld, en mér var það hrein opinberun, sem aldrei hefur vitjað mín
síðan.
Hann tók sér ofurlitla málhvíld og horfði sársaukafullum augum
út í tómið ( ef til vill hefur krabbinn verið að minna á tilveru sína).
En í augnaráði þessa gulleita, deyjandi gamalmennis var líka ein-
hver glóð, sem ég átti ekki von á hjá fullhörðnuðum kaupsýslu-