Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 97
HAGNÝTING KJARNORKUNNAR
277
eindasprenginganna, þannig að hvað eykst af öðru, framleiðsla
nevtrónanna og sundrun nýrra kjarna. Þessi uppgötvun virðist nú
óhugnanleg í meira lagi. Ef þessu héldi áfram, mundu sprenging-
arnar hreiðast út með eldingarhraða og allur jarðhnötturinn sundr-
ast í einni svipan og breytast í feiknarlegt hvítglóandi þokuský. Þetta
er það, sem eðlisfræðingar hafa löngum óttazt öðrum þræði, að
verða mundi, ef mönnum tækist á annað borð að losa um kjarnorku
frumeindanna. Sú tilgáta hefur jafnvel verið borin fram, að ný-
stirnin, sem slundum sjást blossa upp á himinhvelfingunni, eigi sér
þær orsakir, að vísindamenn á byggðum hnöttum annarra sólkerfa
hafi hætt sér of langt í slikum lilraunum. En það má nú telja full-
sannað, að á þessu sé í raun og veru engin hætta. Astæðan er þessi:
Hæfileiki nevtrónanna til að sundra frumeindakjörnunum er ekki
mikill, nema því aðeins að hraði þeirra sé lítill. Því hraðfleygari
sem þær eru, því meir dregur úr hæfileika þeirra til að brjóta kjarn-
ana. Þegar nú kjarnarnir sundrast og gefa frá sér aragrúa hægfara
nevtróna, sem sundra svo æ fleiri kjörnum, losnar æ meira orku-
magn, en því heitara verður efnið jafnframt. Því heitara sem efnið
verður, því meiri verður hraði nevtrónanna, en eins og áður er sagt,
minnkar hæfileiki þeirra til að sundra frumeindakjörnunum, eftir
því sem hraðinn eykst. Eftir skamman tíma er hraði þeirra orðinn
svo mikill, að þær megna ekki framar að vinna á kjörnunum, og
sprengingunni er þar með lokið. En víst er það mikil heppni, að
þetta skuli vera eðli þessara smáagna.
En þó að ekki virðist hætta á, að mönnum takist að sundra hnett-
inum í frumagnir sínar, getur ekki hjá því farið, að fregnin um
lausn kjarnorkunnar slái nokkrum óhug á hugsandi menn, því að
vel væri þessi uppfinning þess um komin, ef henni yrði misbeitt, að
eyða mannkyninu sjálfu eða að minnsta kosti tortíma svo miklu af
verðmætum mannfélagsins, að menningin ætti sér naumast viðreisn-
ar von framar. Þessi uppfinning ætti að sýna mönnum fram á, að
lífsskilyrði mannkynsins og menningarinnar er nú það, að aldrei
framar komi til styrjaldar. Þetta virðist líka farið að verða flestum
mönnum Ijóst, og ef sá skilningur verður lil frambúðar, mætti svo
fara, að þetta ægilegasta vopn, sem maðurinn hefur nokkru sinni
fundið upp, yrði til þess að efla friðinn í heiminum. Og læri mann-