Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 79
FRÁ IIEIMSRÁÐSTEFNU VERKAl.ÝÐSFÉLAGANNA
259
Smámunasemi spurninganna vakti undrun sovétfulltrúanna. l>eim
fannst erfitt að semja sig að háttum útlendu blaðamannanna.
Almenningur í Bretlandi sýndi geysimikinn áhuga á heimsráð-
stefnunni og fulltrúum hennar. Ef satt skal segja, svöluðu blöðin
ekki — annað hvort gátu ekki eða vildu ekki — nándar nærri þorsta
lesendanna eftir fréttum af því tagi. Þó að Times, Daily Telegraph
og Morning Post og nokkur fleiri birtu mismunandi yfirgripsmikl-
ar greinar frá ráðstefnunni, fiskuðu mörg önnur, þar á meðal verka-
lýðsblaðið Daily Herald, miklu ákafar eftir smáatriðum eða slúð-
ursögum um ósamkomulag á ráðstefnunni, sem ýmist átti sér stað
eða var enginn fótur fyrir.
Og Lundúnablöðin söddu sannarlega ekki forvitni lesendanna á
sovét-sendifulltrúunum. Það ber að harma, því að Englendingar
hafa mjög rangar hugmyndir um sovétþjóðirnar og vita alltof lítið
um þær.
*
Gluggalaus salur með víðu hvolfþaki inni í miðju borgarráðs-
húsinu. Þægilegir, stoppaðir bekkir, klæddir rauðu leðri, standa
í salnum í hringleikhússstíl. Bak við forsetaborðið gnæfa þrír bak-
háir stólar. Þessi sæti skipa enski fulltrúinn George Isaacs, ameríski
fulltrúinn Thomas og félagi okkar V. V. Kuznetsov. Forsetahamarinn
er oftast í höndum Isaacs. Hann handleikur hann með leikni og nær
fullkomlega sambandi við alla í salnum. Nokkru neðar er horð skrif-
aranna. Hér er herra Walter Citrine í forsæti, aðalritari þings
hrezku verkalýðsfélaganna — og ásamt honum aðstoðarmenn frá
T. U. C.
Í þessum sal stóð heimsráðstefna verkalýðsfélaganna yfir í meira
cn tíu daga. Verkalýðsfélög frá næstum því öllurn löndum heims
sendu fulltrúa sína til Lundúna. Það var marglit hjörð, þegar full-
trúarnir söfnuðust saman í göngum eða fundarsal ellegar í veizlum.
Arabar með rauðar kollhúfur, Júgóslavar í réttum og sléttum her-
mannatreyjum, hinir brúnu synir Indlands, síbrosandi svertingjar,
fjörugir og laglegir Suður-Ameríkumenn, hvikir, vingjarnlegir
Frakkar, og Búlgarar, sem allir fréttaritararnir gerðu sér að skyldu
að segja, að „litu út eins og Rússar“.