Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 57
GRAKIÐ LJÓÐ
237
urn tíma verið vinnukona á heimili hans. Svo rifjaðist það upp fyrir
henni og hún hló.
Eg var rekin, sagði hún glettnislega og kærði sig hvergi uin slíka
vanvirðu. Mig grunaði, að hún mundi hafa verið vel léttlynd á sín-
um sokkabandsárum.
Þá var að grafast eftir kvæðinu góða. Það var ekki auðvelt að fá
eintal við hana í einrúmi. 011 fjölskyldan, mér liggur við að segja
allar fjölskyldurnar, voru saman komnar í stofuholunni og hlustuðu
á okkur. Og það var þegar byrjaður skiptafundur á peningum kerl-
ingar.
Mér tókst að lokka hana út undir húsvegg og tala við hana þar
um kvæðið. í upphafi mundi hún ekkert eftir því. Ég hef átt svo
mörg börn, afsakaði hún sig. En svo hét hún að leita að því. Hefði
hún nokkurn tíma fengið það, hlaut það að vera til. Það virtist ó-
hugsandi að nokkrum hlut, sem hún hefði eignazt um ævina, hefði
verið fleygt fyrr en búið var að nota hann upp til agna. En verið
gat, að einhvern tíma hefði pappírinn verið notaður utan um eitl-
hvað, eða til að skrifa á eitthvað þarfara en kvæði.
Það fór um mig hrollur. Höfðu ekki stundum hin dýrmætu skinn-
handrit okkar verið notuð í skóbætur — eða étin?
Ég bað hana að leita í kyrrþei. Ég kærði mig ekki um, að skipta-
fundurinn færi að fjalla um málið og virða eignina til peninga.
Leitin stóð ekki lengi, eignir hennar voru hvorki miklar né víða.
Loks hélt ég á hinu dýrmæta, gulnaða blaði í hendinni og var
hálf óstyrkur. Hafði hún lesið kvæðið oft? Kunni hún það?
Nei, brosti hún, ég hljóp víst einu sinni yfir það, en las það aldrei
framar, mér var þetta ekki eins hátíðlegt og honum, ég var ekki vön
því að vera rekin úr vistinni eða fá send ástarkvæði, þótt ég kyssti
mann svona í framhjáhlaupi.
Hvílíkt happ. Enginn vissi um þetta fagra ástarkvæði, nema ég og
skáldið sjálft, sem nú var að deyja. Og ég hafði fengið afsal fyrir
þessu dásamlega kvæði og gat talið mig höfund þess. Hugsunin
þaut á undan mér til Alþingis og lét það í snatri greiða öll atkvæði
með hæstu skáldalaunum mér til handa.
Ég gat ekki fengið af mér að lesa kvæðið úti á víðavangi, né
heldur í bilnum á leiðinni heim. Til þess þurfti helga stund í ein-