Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 20
200 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR víðs vegar innan þess mikla svæðis þar sem germanskar tungur ganga. Og mér er sagt að náttúra íslands sé í sumum atriðum svo merkileg að aukinn skilningur hennar varði miklu fleiri lönd en ís- land eitt. íslenzk vísindastörf eru ekki eingöngu sérmál okkar, held- ur jafnframt ómissandi liður í alþjóðlegri starfsemi, og það því fremur sem við finnum glöggt með sjálfum okkur að margt í þessum fræðum er engum betur treystandi til að skilja rétt en okkur sjálf- um. En auðvitað er jafnsjálfsagt fyrir því, að við sinnum líka þeim viðfangsefnum okkar sem aðrar þjóðir láta sig ljtlu skipta, en geta verið merkileg fyrir okkur eina. Hitt væri vitaskuld dæmalaus fá- sinna, sem þó hefur stundum heyrzt ymprað á, að við eigum að eftirláta öðrum þær rannsóknir sem helzt séu líkur til að menn vilji annast í útlöndum, en beina sjálfir öllum kröftum að því sem aðrir láti sig engu skipta. Því verður ekki neitað að með því móti mund- um við að nokkuru leyti kasta kjarnanum en hirða hismið. Eins og hvert mannsbarn veit, er langmestur hluti menningar- arfs okkar frá liðnum öldum einskorðaður við tungu og bókmennt- ir, og sú virðing sem við getum gert okkur vonir um að verða helzt aðnjótandi meðal annarra þjóða hlýtur framar öllu að eiga grundvöll sinn í því, að við höfum rækt þetta tvennt, lengst af við óhagstæð ytri kjör, og höldum áfram að rækja. Þess væri þá að vænta að íslenzka þjóðin hefði látið sitja í fyrirrúmi fyrir flestu öðru, eftir að henni tók að vaxa fiskur um hrygg, að reka stefnu- fasta menningarpólitík. Viðleitni á þessu hefur verið nokkur, og þó miklu minni en skyldi, en einkum hlýtur manni að sárna hversu óstyrkum og fálmandi höndum einatt hefur verið tekið á verkefn- unum og hve lítið oft hefur orðið ágengt, stundum af því að allt hefur verið látið reka á reiðanum, stundum af því að reynt hefur verið að reka flokkapólitík eða beina bitlingum undir yfirskini menningarþarfa, stundum af því að illa vígir menn hafi verið settir til að verja þau rúm þar sem mest var raunin. Því miður er hér sem ella, að athafnir síðustu ára á íslandi standa fyrir okkur í miklu meiri móðu en svo, að við vitum glöggt hvernig þessum málum er nú komið, en virzt hefur okkur úr fjarlægðinni sem ráðnar hafi verið bætur á sumum verstu misfellunum. Hins vegar verður ekki sagt að mikið fari fyrir umræðum um framtíðarkröfur og skipu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.