Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 84
264
TÍMARiT MÁLS OG MENNINGAR
stefnan œtti aðeins að vera ráðgefandi, eða þegar hún varði II.
alþjóðasambandið, fann hún enga verulega formælendur meðal
sendifulltrúanna frá öðrum löndum brezka heimsveldisins. Til dæm-
is mætti benda á ræðu Thorntons, ástralska fulltrúans. Það skal tek-
ið fram, að ekki aðeins brezku samveldislöndin, heldur einnig ný-
lendurnar og verndarríkin áttu marga fulltrúa á ráðstefnunni, og
slíkt hið sama í nefndum hennar. Á ráðstefnunni voru fulltrúar frá
Indlandi, Jamaíku, Gambíu, Nígeríu, Palestínu, Kyprus o. s. frv.
Sjónarmið nýlendnanna var því lúlkað af þessum fulltrúum. Við
bókstaflega hvert umræðuefni, sem var á dagskrá, stóð einhver af
fulltrúum brezku nýlendnanna upp og talaði um hin hörðu lifsskil-
yrði, sem nýlendubúar eiga við að etja, um kúgunina, arðránið og
fátæktina, ser.i þjáir þetta fólk.
„Nýlenduvandamálið verður að leysast, annars verður enginn
varanlegur friður,“ sagði til dæmis fulltrúi verkalýðsfélaganna í
Jamaíku, þegar hann hvatti ráðstefnuna til þess að krefjast sjálf-
stjórnar nýlenduþjóðunum til handa.
Johnson, fulltrúi sjómannasambandsins í Sierra Leone, las skýrslu
um ástandið í atvinnumálum nýlendnanna, sem samin var af sjö
nýlendufulltrúum, en hún hljóðaði þannig: „Þar sem okkur er ljóst,
að mannréttindi til handa hvítum verkamönnum ávinnast ekki, með-
an svartir verkamenn eiga við þrælakjör að búa, skorum við undir-
ritaðir á heimsráðstefnu verkalýðsfélaganna að hjálpa okkur cil að
koma upp sterkri verkalýðshreyfingu í nýlendunum.“ Síðan komu
kröfur um afnám skylduvinnu og barnavinnu, um útrýmingu kyn-
þáttamisréttis, kröfur um málfrelsi og ritfrelsi, félagsmálalöggjöf
o. s. frv.
Ræður fullcrúanna frá hinum tvennskonar verkalýðssamtökum
Indlands spegluðu ringulreiðina og hin óleystu pólitísku vandamál
landsins.
*
Árangurinn af heimsráðstefnunni var auðsær strax fyrstu fund-
ardagana. Þýðing hennar var ljós fjölda manna í pólitísku og fé-
lagslegu lífi Stóra-Bretlands. Þetta kom fram í blöðunum og sömu-
leiðis mátti sjá það á athyglinni, sem fulltrúarnir vöktu hjá stjórn-