Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 103
UMSAGNIR UM BÆKUR 283 mér hefur án efa sézt yfir margt. Þau tákn sem koma fyrir í fyrri hluta bók- arinnar eru þessi: „A-a-a; A-a-ah; A-a-te; A-e-á; A-e-æ; Á-e-æ; Ahah; Aha-ha-ha-æ; Ah, eh; A-hæ; A-ja-e-á; A-æ; Du, du, du; E-e-eh; Ehe; Ehemm; Eli-púh; Ehumm; Epúh; Esjh; Fuh; Fuh-h; Go, go; Hah; Hah, heh; Ila, hí, hú-ú-ú; Hí, lia-a; Hí, ha-æ; Hí, hæ; Hja; Hjá; Hja-á; Hjí; Hjú; Hjæja; Hnei; Hnú; Hnúh; Ho; Hó; Hoh; Ho, hæ; Hojú; Ho-ne-hei: Honei; Húh; Húhhú; Hu, hu; Huhumm; Humm; Hví; Hví-í-í; Hv- hv-í-í; Hvah; Hæ; Hö; Isjh; Ja-a-á; Ja-a-há; Ja-e-á; Ja-e-æ; Jamm; Jebh; Juhú; No; N-u-ú; Nú hú; 0; Oho; 0-o-ho; P-a-ah; Púh; Tu, tu; Uh; Uhumm; Ufuh; Uss; Si, si, si; Sissi, sissi; Sussu, sussu; Æ; Æi-jahá.“ Þessi listi gefur auðvitað enga hugmynd um hina hjákátlegu notkun þessara tákna. Stundum eru þau tvinnuð saman til frekara öryggis, t. d. á bls. 195: „Hu, hu, o, maður maður! Du, du, du, du, du!“ I þessari skýrslu hef ég ekki hirt um að telja fjölmörg smáorð sem höfundurinn beitir í sífellu, svo sem ha, ja, já, jú, ajá, ojá, ojú, svo, so, sko, nei (með allskonar tilbrigðum), ó, svoddan, soddan, sosum (mörgum sinnum á liverri síðu), ekkí, óekkí o. s. frv. Á sama hátt væri hægt að setja upp álitlega lista af fúkyrðum, klámi, am- bögum og dönskuslettum. Það verður þó ekki gert hér heldur drepið á annau furðulegan stílkæk, en það er hinar hálfköruðu setningar. Það er engu líkara en að hókin sé prentuð eftir uppkasti þar sem höfundurinn hefur hyrjað á fjölda setninga, hætt síðan við þær aftur, en gleymt að þurrka jiær út. Á bls. 197 getur að líta: „Og þetta sögðu þeir, þessir . . . liann með tóman skut! . . . Hvernig hann átti að . . .? Jú, fyrir hálft kaup skyldu þeir vinna. Ilann tæki annan hvern drátt, sem þeir . . . og svo skyldu þeir þá tala um tóman . . . Fá þá til að . . .?“ Á bls. 81 stendur: „Pjakk, pjakk, hlunkur, pjakk, pjakk, pjakk, — hlunkur, síðan: — Ha, hí, hú-ú-ú! Hell-víti ertu eitthvað mjúk og þétt og . . . a-a-ah!“ Eins og að líkindum lætur endar bókin á nokkrum setningahlut- um og klykkir út með búkhljóði: „— O, hvað annað? Svona er manneskjan, -— ekki ferst mér að lá! . . . En skyldi hún þá alltaf . . .? Humm . . .!“ Að lokum skal tilfært eitt dæmi enn um stíl Hagalíns. Sjötti kafli byrjar á þessa leið (bls. 159): „Að hann spilaði þetta kvöld, að hann spanderaði á það nokkrum ættjarðarkvæðum, himnalögum og helzt kannski líka dansmelódíum, sem hún kallaði, hún Ragnheiður Rósadóttir — ho, fröken Ragnheiði mátti vel titla liana — að hann . . .?“ Síðan koma greinaskil og ný setning byrjar! Skáldsaga þessi gerist á gamalmennahæli. Efni hennar er í stuttu máli það að einn af öldungunum á hælinu, Eiríkur. Athaníusson, gerir tilraun til þess að kúga sambýlinga sína og verður eins konar einvaldur um stund. En það stendur ekki lengi, honum er steypt af stóli einkum vegna þess að hann liefur aldrei verið við kvenmann kenndur og er ófáanlegur til þeirra liluta! Gamla fólkið á hælinu er sem sé haldið hinum furðulegustu kynórum, og er því lýst á afar ósmekklegan hátt. Gömlu konurnar, sem í bókinni eru kallaðar stóðmerar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.