Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 103
UMSAGNIR UM BÆKUR
283
mér hefur án efa sézt yfir margt. Þau tákn sem koma fyrir í fyrri hluta bók-
arinnar eru þessi:
„A-a-a; A-a-ah; A-a-te; A-e-á; A-e-æ; Á-e-æ; Ahah; Aha-ha-ha-æ; Ah,
eh; A-hæ; A-ja-e-á; A-æ; Du, du, du; E-e-eh; Ehe; Ehemm; Eli-púh;
Ehumm; Epúh; Esjh; Fuh; Fuh-h; Go, go; Hah; Hah, heh; Ila, hí,
hú-ú-ú; Hí, lia-a; Hí, ha-æ; Hí, hæ; Hja; Hjá; Hja-á; Hjí; Hjú;
Hjæja; Hnei; Hnú; Hnúh; Ho; Hó; Hoh; Ho, hæ; Hojú; Ho-ne-hei:
Honei; Húh; Húhhú; Hu, hu; Huhumm; Humm; Hví; Hví-í-í; Hv-
hv-í-í; Hvah; Hæ; Hö; Isjh; Ja-a-á; Ja-a-há; Ja-e-á; Ja-e-æ; Jamm;
Jebh; Juhú; No; N-u-ú; Nú hú; 0; Oho; 0-o-ho; P-a-ah; Púh; Tu,
tu; Uh; Uhumm; Ufuh; Uss; Si, si, si; Sissi, sissi; Sussu, sussu; Æ;
Æi-jahá.“
Þessi listi gefur auðvitað enga hugmynd um hina hjákátlegu notkun þessara
tákna. Stundum eru þau tvinnuð saman til frekara öryggis, t. d. á bls. 195:
„Hu, hu, o, maður maður! Du, du, du, du, du!“ I þessari skýrslu hef ég ekki
hirt um að telja fjölmörg smáorð sem höfundurinn beitir í sífellu, svo sem
ha, ja, já, jú, ajá, ojá, ojú, svo, so, sko, nei (með allskonar tilbrigðum), ó,
svoddan, soddan, sosum (mörgum sinnum á liverri síðu), ekkí, óekkí o. s. frv.
Á sama hátt væri hægt að setja upp álitlega lista af fúkyrðum, klámi, am-
bögum og dönskuslettum. Það verður þó ekki gert hér heldur drepið á annau
furðulegan stílkæk, en það er hinar hálfköruðu setningar. Það er engu líkara
en að hókin sé prentuð eftir uppkasti þar sem höfundurinn hefur hyrjað á
fjölda setninga, hætt síðan við þær aftur, en gleymt að þurrka jiær út. Á bls.
197 getur að líta: „Og þetta sögðu þeir, þessir . . . liann með tóman skut! . . .
Hvernig hann átti að . . .? Jú, fyrir hálft kaup skyldu þeir vinna. Ilann tæki
annan hvern drátt, sem þeir . . . og svo skyldu þeir þá tala um tóman . . . Fá þá
til að . . .?“ Á bls. 81 stendur: „Pjakk, pjakk, hlunkur, pjakk, pjakk, pjakk,
— hlunkur, síðan: — Ha, hí, hú-ú-ú! Hell-víti ertu eitthvað mjúk og þétt og
. . . a-a-ah!“ Eins og að líkindum lætur endar bókin á nokkrum setningahlut-
um og klykkir út með búkhljóði: „— O, hvað annað? Svona er manneskjan,
-— ekki ferst mér að lá! . . . En skyldi hún þá alltaf . . .? Humm . . .!“ Að
lokum skal tilfært eitt dæmi enn um stíl Hagalíns. Sjötti kafli byrjar á
þessa leið (bls. 159): „Að hann spilaði þetta kvöld, að hann spanderaði á það
nokkrum ættjarðarkvæðum, himnalögum og helzt kannski líka dansmelódíum,
sem hún kallaði, hún Ragnheiður Rósadóttir — ho, fröken Ragnheiði mátti
vel titla liana — að hann . . .?“ Síðan koma greinaskil og ný setning byrjar!
Skáldsaga þessi gerist á gamalmennahæli. Efni hennar er í stuttu máli það
að einn af öldungunum á hælinu, Eiríkur. Athaníusson, gerir tilraun til þess
að kúga sambýlinga sína og verður eins konar einvaldur um stund. En það
stendur ekki lengi, honum er steypt af stóli einkum vegna þess að hann liefur
aldrei verið við kvenmann kenndur og er ófáanlegur til þeirra liluta! Gamla
fólkið á hælinu er sem sé haldið hinum furðulegustu kynórum, og er því lýst á
afar ósmekklegan hátt. Gömlu konurnar, sem í bókinni eru kallaðar stóðmerar,