Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 38
218
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ÞaS mundi víst þykja mjög óréttmætt nú á dögum að saka Islend-
inga um áræðisleysi eða efast um fullan vilja þjóðarinnar til að efla
það ailt sem henni megi verða til sæmdar og styrktar. En þá er tími
til kominn að afdráttarlaust og skorinort sé kveðið upp úr með það,
liver nú eru helztu nauðsynjamál íslenzkrar menningar. Orðin eru
lil alls fyrst. Ef ekkert heyrist til þeirra sem helzt má búast við að
hugsað hafi um þessi efni, er lítil von til að aðrir fari að bera þau
fyrir hrjósti eða bæta úr því sem aflaga fer.
í þessari ritgerð hefur víðast verið farið mjög fljótt yfir sögu og
sumu alveg sleppt, svo sem þörfum sagnfræðinnar, af því að ég veil
mig ekki liafa fróðleik lil að leggja þar orð í belg. Og kunni sumt
sem á hefur verið drepið að vera orðið langt á eftir tímanum, verður
það að vera til vorkunnar að fréttir þær er hingað hafa horizt frá
Islandi á síðustu árum liafa sjaldan verið meira en slitrótt stað-
reyndatöl. Ég hef ekki talið mér fært að ráðast í neinar kostnaðar-
áætlanir né tillögur hvernig verkum og tilkostnaði skuli skipt, l. d.
milli menntafélaga (Bókmenntafélags, Sögufélags, Fornleifafélags,
Fræðafélags. . .) og sjóða (Sállmálasjóðs, Menningarsjóðs. . .).
Mikill hluti þeirrar starfsemi sem talað hefur verið um er þess eðlis
að tilkalli til ríkisfjár virðist eigi unnt að hafna með rökum, enda
yrði ísland þá einsdæmi meðal menningarlanda.
Það má vera að einhverjum vaxi í augum þær kröfur sem hér
hefur verið reynt að rökstyðja. Þeim verður ekki fullnægt nema með
auknum mannafla. þær heimta nýjar stöður og nýjar stofnanir, en
ég sé ekki nema um tvennt að velja: annaðhvort að verja nauðsyn-
legu fé til sjálfsögðustu menningarþarfa eða heita minni menn, bæði
frammi fyrir sjálfum okkur og öðrum. Og auðvitað er þess líka að
gæta að kröfurnar verða miklar að vöxtum þegar þær eru settar
fram allar í einu lagi. I raun og veru hef ég talað um verk sem ætti
að vinna jöfnum fetum á margra ára bili, og það sem mestu máli
skiptir er að hafizt verði handa og byrjað. Og annað sem ekki er
síður nauðsynlegt er að verkin verði þegar i upphafi falin mönnum
sem hafi áhuga og vit og kunnáttu, því að ella er verr farið en
heima setið. Það er vita gagnslaust að sá þistlum í þeirri von að
uppskeran verði vínber.
(Ritgerð þessi birtist í Fróni, en er prentuð hér npp með leyfi höfnndar).